Vistmenning

Dæmi um hönnun á húsum í Hollandi sem nota efnivið sem til er á staðnum og sem ekki veldur mengun

Vistmenning er aðferð eða sýn við hönnun á samfélögum manna, sérstaklega hvað varðar lífræna ræktun sem hermir eftir skipulagi og tengslum í náttúrulegum vistkerfum. Í slíkri hönnun er lögð áhersla á umhverfisvernd og skynsamlega nýtingu auðlinda og mannvirkja, endurnýtingu, orkusparandi tækni og aðgerðir til að draga úr mengun. Vistmenning er hönnunarstefna sem í upphafi snerist aðeins um sjálfbæra jarðrækt en fór fljótlega að fjalla um allar hliðar mannvistar, þar á meðal skipulag, arkitektúr og iðnað.

Uppruna hugtaksins má rekja til bókarinnar Permaculture One eftir áströlsku vísindamennina Bill Mollison og David Holmgren árið 1978. Meðal áhrifavalda þeirra má nefna Toyohiko Kagawa, Stewart Brand, Ruth Stout og Masanobu Fukuoka, með áherslur sínar á garðyrkju án erfiðis, skógaryrkju (ræktun fjölærra matjurta í stað einærra) og ræktun jarðvegs (matjurtaræktun sem eykur næringargildi moldarinnar, en ekki öfugt).

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að .
Other Languages
አማርኛ: ፐርማካልቸር
aragonés: Permacultura
العربية: زراعة معمرة
asturianu: Permacultura
български: Пермакултура
català: Permacultura
čeština: Permakultura
Cymraeg: Permamaeth
Deutsch: Permakultur
English: Permaculture
Esperanto: Permakulturo
español: Permacultura
euskara: Permakultura
فارسی: کشت پایا
français: Permaculture
עברית: פרמקלצ'ר
hrvatski: Permakultura
Bahasa Indonesia: Permakultur
italiano: Permacultura
Latina: Permacultura
Bahasa Melayu: Permakultur
Napulitano: Permacultura
Nederlands: Permacultuur
ਪੰਜਾਬੀ: ਪਰਮਾਕਲਚਰ
polski: Permakultura
português: Permacultura
română: Permacultură
slovenčina: Permakultúra
slovenščina: Permakultura
српски / srpski: Permakultura
svenska: Permakultur
Türkçe: Permakültür
українська: Пермакультура
Tiếng Việt: Permaculture
中文: 樸門