Vörumerki
English: Trademark

Merki þessa vefs, Wikipediu, er skrásett vörumerki í eigu Wikimedia Foundation.

Vörumerki er merki eða tákn sem gerir neytendum kleift að aðgreina vörur og þjónustu eins aðila frá vörum eða þjónustu annars aðila. Vörumerki þjóna mikilvægu hlutverki við markaðssetningu og eru oft ein verðmætasta eign fyrirtækja. Vörumerkjavernd fæst með skráningu eða notkun vörumerkis, en vörumerkjaskráning gildir í 10 ár í senn og er hægt að endurnýja hana eins oft og eigandi merkisins óskar. Vörumerkjaréttur er landsbundinn, en hægt er að sækja um alþjóðlega skráningu vörumerkja á grundvelli íslenskrar vörumerkjaumsóknar eða skráningar (sbr. Bókunar við Madridsamninginn, eða svonefnds Madrid-skráningarkerfis).

Vörumerki á Íslandi þurfa að uppfylla tiltekin skilyrði vörumerkjalaga nr. 45/1997, til að fást skráð. Þau geta ekki verið almenns eðlis eða lýsandi fyrir þá vöru eða þjónustu sem þau eiga að auðkenna. Þá má ekki skrá vörumerki sem eru eins eða lík vörumerkjum sem þegar eru skráð fyrir svipaða vöru eða þjónustu. Einkaleyfastofan skráir vörumerki á Íslandi.

  • tengill

Tengill

Other Languages
العربية: علامة تجارية
azərbaycanca: Əmtəə nişanı
беларуская: Таварны знак
беларуская (тарашкевіца)‎: Таварны знак
български: Търговска марка
dansk: Varemærke
Deutsch: Marke (Recht)
Ελληνικά: Εμπορικό σήμα
English: Trademark
Esperanto: Registrita marko
eesti: Kaubamärk
Frysk: Merknamme
Gaeilge: Trádmharc
עברית: סימן מסחר
hrvatski: Žig
magyar: Védjegy
հայերեն: Ապրանքանիշ
Bahasa Indonesia: Merek dagang
日本語: 商標
한국어: 상표
lietuvių: Prekės ženklas
Bahasa Melayu: Tanda dagangan
Nederlands: Merk
norsk nynorsk: Varemerke
norsk: Varemerke
português: Marca registrada
Scots: Tred merk
srpskohrvatski / српскохрватски: Registrirani zaštitni znak
සිංහල: වෙළඳ ලකුණ
Simple English: Trademark
slovenčina: Ochranná známka
slovenščina: Blagovna znamka
српски / srpski: Жиг
svenska: Varumärke
Türkçe: Alametifarika
ئۇيغۇرچە / Uyghurche: تاۋار ماركىسى
Tiếng Việt: Thương hiệu
中文: 商标
Bân-lâm-gú: Siong-phiau
粵語: 嘜頭