Tobavatn

Tobavatn séð úr lofti.

Tobavatn er stöðuvatn á eyjunni Súmötru í Indónesíu. Vatnið er 100 km langt og 30 km breitt og er í raun gömul gosaskja þar sem að gríðarlegt eldgos átti sér í fyrndinni.

Eldgos

Gosið í Toba átti sér stað þar sem nú er Toba vatn fyrir um 71.000 +/- 4000 árum. Áætlað er að sprengistuðull (VEI) gossins hafa verið af stærðargráðunni 8. Það er nýlegasta súpereldgos og líklega stærsta eldgos sem orðið hefur á síðustu tveimur milljónum ára. Vísindamennirnir Bill Rose og Craig Chesner hjá Tækniháskólanum í Michigan áætluðu að heildarmagn gosefna sem upp kom í gosinu hafi verið um 2800 km3, eða um 2000 km3 í formi ignimbríts sem flæddi yfir landið og 800 km3 sem féll sem gjóska. Vindur feykti gosefnum að mestu í vesturátt.

Eldgosið var það síðasta í röð a.m.k. þriggja öskjumyndandi gosa, sem átt hafa sér stað á svæðinu. Eldri öskjur mynduðust fyrir um 700.000 og 840.000 árum.

Til að gera betri grein fyrir umfangi þessa eldgoss er hægt að benda á, það að það myndaði um 15 cm þykkt gjóskulag sem þekur allt Indland. Á einum stað í mið-Indlandi er Toba-gjóskan um 6 m á þykkt.

Hrun gosopsins í kjölfar gossins myndaði öskjuna sem síðar fylltist af vatni og myndar nú Toba vatn

Other Languages
العربية: بحيرة توبا
беларуская: Тоба
বাংলা: টোবা হ্রদ
català: Llac Toba
čeština: Toba
Чӑвашла: Тоба (кӳлĕ)
Cymraeg: Llyn Toba
dansk: Tobasøen
Deutsch: Tobasee
Ελληνικά: Λίμνη Τόμπα
English: Lake Toba
Esperanto: Toba
español: Lago Toba
eesti: Toba järv
suomi: Toba
français: Lac Toba
עברית: אגם טובה
हिन्दी: तोबा झील
hrvatski: Toba (jezero)
magyar: Toba-tó
հայերեն: Տոբա
Bahasa Indonesia: Danau Toba
italiano: Lago Toba
日本語: トバ湖
Basa Jawa: Tlaga Toba
ქართული: ტობა (ტბა)
한국어: 토바호
latviešu: Tobas ezers
Baso Minangkabau: Danau Toba
македонски: Тоба (езеро)
മലയാളം: ടോബ തടാകം
Bahasa Melayu: Danau Toba
Nederlands: Tobameer
norsk: Toba
ਪੰਜਾਬੀ: ਤੋਬਾ ਝੀਲ
português: Lago Toba
русский: Тоба (озеро)
Scots: Loch Toba
Simple English: Lake Toba
slovenčina: Toba (jazero)
српски / srpski: Тоба (језеро)
Basa Sunda: Dano Toba
svenska: Tobasjön
தமிழ்: தோபா ஏரி
Tagalog: Lawa ng Toba
татарча/tatarça: Тоба (күл)
українська: Тоба (озеро)
Tiếng Việt: Hồ Toba
მარგალური: ტობა (ტობა)
中文: 多巴湖
Bân-lâm-gú: Toba Ô͘