Svartiskógur

Hæðarkort af Svartaskógi

Svartiskógur eða Myrkviður (þýska: Schwarzwald) er stærsti fjallgarður Þýskalands utan Alpanna, bæði hvað varðar umfang og hæð, og tekur alls yfir um 12.000 ferkílómetra svæði. Hæsti tindur fjallanna er Feldberg, sem nær í 1.493 m.y.s. Hann er hæsti tindur Þýskalands utan Alpanna.

Landafræði

Svartiskógur er í suðvesturhorni Þýskalands og nær frá svissnesku landamærunum í suðri að heita má alla leið til Karlsruhe í norðri, eða um 200 km, en breiddin er um 60 km. Fyrir vestan er Rínardalurinn en fyrir austan tekur fjallgarðurinn Svafnesku alparnir við. Svartiskógur er alþakinn skógi, sem löngum hefur verið notaður til smíða. Áður voru helstu trjátegundirnar beyki og greni og þær eru enn algengastar í dölum og lægðum en uppi í hlíðunum og á fjallstindum er rauðgreni algengast. Einnig er mikið um furu. Vegna skógarhöggs og breyttrar landnýtingar þekur skógur nú miklu minna landsvæði en áður var.

Helsta borgin í Svartaskógi er Freiburg. Á svæðinu eru upptök margra fljóta, meðal annars Dónár (í Donaueschingen) og Neckar. Í Svartaskógi eru vatnaskil milli vesturs og austurs og renna því ár þaðan bæði til Atlantshafs og Svartahafs. Bergið er auðugt að ýmsum málmum og á miðöldum var Svartiskógur eitt helsta námavinnslusvæði Evrópu. Þar voru meðal annars silfur-, blý-, kopar- og járnnámur. Svartiskógur er nú mikilvægt ferðamannasvæði sem meðal annars er þekkt fyrir tréskurðarlist og gauksklukkur. Svæðið er líka vel þekkt fyrir matargerð.

Other Languages
Afrikaans: Swartwoud
Alemannisch: Schwarzwald
Ænglisc: Sweartweald
asturianu: Selva Prieta
azərbaycanca: Qara meşə
беларуская: Шварцвальд
беларуская (тарашкевіца)‎: Шварцвальд
български: Шварцвалд
brezhoneg: Schwarzwald
català: Selva Negra
čeština: Schwarzwald
Cymraeg: Fforest Ddu
Deutsch: Schwarzwald
Ελληνικά: Μέλας Δρυμός
English: Black Forest
Esperanto: Nigra Arbaro
español: Selva Negra
euskara: Oihan Beltza
فارسی: جنگل سیاه
français: Forêt-Noire
galego: Selva Negra
hrvatski: Schwarzwald
magyar: Fekete-erdő
հայերեն: Շվարցվալդ
Bahasa Indonesia: Hutan Hitam
italiano: Foresta Nera
ქართული: შვარცვალდი
Latina: Nigra silva
Lëtzebuergesch: Schwarzwald
Limburgs: Zwart Woud
lumbaart: Foresta Negra
lietuvių: Švarcvaldas
latviešu: Švarcvalde
македонски: Шварцвалд
Nederlands: Zwarte Woud
norsk nynorsk: Schwarzwald
ਪੰਜਾਬੀ: ਕਾਲਾ ਜੰਗਲ
polski: Schwarzwald
پنجابی: کالا جنگل
português: Floresta Negra
русский: Шварцвальд
саха тыла: Шварцвальт
srpskohrvatski / српскохрватски: Schwarzwald
Simple English: Black Forest
slovenčina: Schwarzwald
slovenščina: Schwarzwald
српски / srpski: Шварцвалд
svenska: Schwarzwald
Kiswahili: Msitu mweusi
Türkmençe: Şwarswald
Türkçe: Kara Orman
татарча/tatarça: Шварцвальд
українська: Шварцвальд
vèneto: Foresta Nera
Tiếng Việt: Rừng Đen
中文: 黑森林