Svartbók kommúnismans

Háskólaútgáfan gaf bókina út á íslensku þann 31. ágúst árið 2009. Íslenska útgáfan er 828 blaðsíður og hefur ISBN 978-9979-548-39-3.

Svartbók kommúnismans er bók, sem fjallar um glæpi kommúnistastjórna á 20. öld. Höfundar eru nokkrir franskir fræðimenn. Stéphane Courtois var ritstjóri og skrifar formála hennar, eftirmála og tvo kafla. Nicolas Werth skrifar lengstu greinina, sem er um ógnarstjórn Leníns og Stalíns í Rússlandi og síðar Ráðstjórnarríkjunum 1917–1953. Jean-Louis Margolin skrifar tvær langar ritgerðir, um Kína í valdatíð Maós 1949–1976 og Kambódíu undir stjórn rauðu kmeranna 1975–1979. Bókin kom fyrst út í Frakklandi haustið 1997 undir heitinu Le livre noir du communisme: Crimes, terreur, répression. Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor þýddi bókina á íslensku og var ritstjóri hennar.

Mannfall af völdum kommúnista

Í formála Svartbókarinnar reynir Stéphane Courtois að taka saman, hversu margir hafi týnt lífi af völdum kommúnista.

Samtals eru þetta nær 100 milljónir manna, sem flestar hlutu hörmulegan dauðdaga. Courtois telur, að kommúnisminn verðskuldi þess vegna jafnafdráttarlausa siðferðilega fordæmingu og nasisminn.

Other Languages