Svartbók kommúnismans

Háskólaútgáfan gaf bókina út á íslensku þann 31. ágúst árið 2009. Íslenska útgáfan er 828 blaðsíður og hefur ISBN 978-9979-548-39-3.

Svartbók kommúnismans er bók, sem fjallar um glæpi kommúnistastjórna á 20. öld. Höfundar eru nokkrir franskir fræðimenn. Stéphane Courtois var ritstjóri og skrifar formála hennar, eftirmála og tvo kafla. Nicolas Werth skrifar lengstu greinina, sem er um ógnarstjórn Leníns og Stalíns í Rússlandi og síðar Ráðstjórnarríkjunum 1917–1953. Jean-Louis Margolin skrifar tvær langar ritgerðir, um Kína í valdatíð Maós 1949–1976 og Kambódíu undir stjórn rauðu kmeranna 1975–1979. Bókin kom fyrst út í Frakklandi haustið 1997 undir heitinu Le livre noir du communisme: Crimes, terreur, répression. Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor þýddi bókina á íslensku og var ritstjóri hennar.

Other Languages