Svalbarði

Svalbard
Fáni SvalbarðaSkjaldamerki Svalbarða
FániSkjaldarmerki
Þjóðsöngur:
Kongesangen
Staðsetning Svalbarða
HöfuðborgLongyearbyen
Opinbert tungumálnorska
Stjórnarfar
Konungur
Sýslumaður
Noregsstjórn
Haraldur 5.
Odd Olsen Ingerø
Flatarmál
 - Samtals
 - Vatn (%)
125. sæti
61.022 km²
*
Mannfjöldi
 - Samtals (2014)
 - Þéttleiki byggðar
235. sæti
2.562
0,04/km²
VLF (KMJ)
- Samtals
- á mann
áætl. N/A
N/A millj. dala (N/A. sæti)
N/A dalir (N/A. sæti)
Gjaldmiðillnorsk króna (NOK)
TímabeltiUTC+1 (UTC+2 á sumrin)
Þjóðarlén.no
Landsnúmer47
Kort af Svalbarða.
Fjallstopparnir Þrjár krónur (Tre Kronor) á Spitsbergeneyju.

Svalbarði (norska: Svalbard) er eyjaklasi í Norður-Íshafi fyrir norðan meginland Evrópu. Noregur fer með stjórn mála á eyjunum samkvæmt Svalbarðasamningum frá 1920 en í þeim samningi kveður einnig á um að allir aðilar (nú yfir 40 talsins) skuli hafa rétt til að nýta auðlindir Svalbarða og að allar eyjarnar skuli vera herlaust svæði. Nú á dögum eru það eingöngu Rússar sem nýta sér þetta ákvæði og stunda kolanám á Svalbarða. Einnig hafa íslensk stjórnvöld vísað í þetta ákvæði varðandi fiskveiðar sínar í grennd við Svalbarða. Svalbarði er nyrsta svæði í heimi þar sem er föst búseta.

Landafræði og náttúrufar

Þrjár stærstu eyjar Svalbarða eru Spitsbergen (37.673km2), Norðausturlandið (14.443 km2) og Edgeeyja (5.074 km2.) [1] Um 60% af Svalbarða eru þakin jökli, 30% er berg og 10% eru klædd gróðri. Hæsti tindurinn er Newtontoppen sem er 1717 metra hár.

Helstu landspendýr eru heimskautarefur, ísbjörn og hreindýr. Sjávarspendýr eru meðal annars hvalir, höfrungar, selir og rostungar. 165 plöntutegundir hafa fundist á Svalbarða.

Samfélag

Þrjár af eyjum Svalbarða eru byggðar: Spitsbergen, Bjørnøya og Hopen. Árið 2012 bjuggu 2642 manns á Svalbarða, flestir af norskum uppruna. Stærsti bærinn er Longyearbyen. Sá næststærsti er Barentsburg þar sem meirihluti íbúa er rússneskur. Tvö önnur þorp eru á Svalbarða, Sveagruva og Nýja-Álasund. Sveagruva er raunar námasvæði þar sem ekki er heilsársbúseta. [2] Vikulega kemur út dagblaðið Svalbardposten[3] . Helstu atvinnugreinar eru kolavinnsla, ferðaþjónusta og rannsóknir. Svalbarði er ekki hluti af Schengen eða Evrópska efnahagssvæðinu.

Other Languages
Acèh: Svalbard
Afrikaans: Svalbard
አማርኛ: ስቫልባር
aragonés: Svalbard
Ænglisc: Scearpbeorgas
العربية: سفالبارد
asturianu: Svalbard
azərbaycanca: Şpitsbergen
žemaitėška: Svalbards
беларуская: Шпіцберген
беларуская (тарашкевіца)‎: Шпіцбэрген
български: Шпицберген
বিষ্ণুপ্রিয়া মণিপুরী: স্ভালবার্ড
brezhoneg: Svalbard
bosanski: Svalbard
català: Svalbard
нохчийн: Шпицберген
čeština: Špicberky
Чӑвашла: Шпицберген
Cymraeg: Svalbard
dansk: Svalbard
Zazaki: Svalbard
dolnoserbski: Svalbard
English: Svalbard
Esperanto: Svalbardo
español: Svalbard
eesti: Svalbard
euskara: Svalbard
فارسی: سوالبار
føroyskt: Svalbarð
français: Svalbard
arpetan: Svalbârd
Nordfriisk: Svalbard
Gàidhlig: Svalbard
galego: Svalbard
Gaelg: Svalbard
עברית: סבאלברד
हिन्दी: स्वालबार्ड
hrvatski: Svalbard
hornjoserbsce: Svalbard
magyar: Spitzbergák
հայերեն: Շպիցբերգեն
Bahasa Indonesia: Svalbard
Interlingue: Svalbard
Ilokano: Svalbard
italiano: Isole Svalbard
Basa Jawa: Svalbard
ქართული: შპიცბერგენი
қазақша: Шпицберген
kalaallisut: Svalbard
kernowek: Svalbard
Кыргызча: Шпицберген
Latina: Svalbardum
Lëtzebuergesch: Spitzbergen (Inselgrupp)
Limburgs: Sjpitsberge
lietuvių: Svalbardas
latviešu: Svalbāra
മലയാളം: സ്വാൽബാർഡ്
Bahasa Melayu: Svalbard
Plattdüütsch: Spitzbargen
Nedersaksies: Spitsbargen
norsk nynorsk: Svalbard
norsk: Svalbard
occitan: Svalbard
Papiamentu: Svalbard
Norfuk / Pitkern: Swaalbard
polski: Svalbard
پنجابی: سوالبارد
português: Svalbard
rumantsch: Svalbard
română: Svalbard
русский: Шпицберген
sicilianu: Svalbard
Scots: Svalbard
davvisámegiella: Svalbárda
srpskohrvatski / српскохрватски: Svalbard
Simple English: Svalbard
slovenčina: Svalbard
slovenščina: Spitsbergi
shqip: Svalbard
српски / srpski: Свалбард
Basa Sunda: Svalbard
svenska: Svalbard
Kiswahili: Svalbard
Tagalog: Svalbard
Türkçe: Svalbard
татарча/tatarça: Шпицберген
українська: Шпіцберген
oʻzbekcha/ўзбекча: Shpitsbergen
vèneto: Svalbard
Tiếng Việt: Svalbard
West-Vlams: Spitsbergn
Winaray: Esvalbard
хальмг: Свалбард
Yorùbá: Svalbard
Zeêuws: Spitsberhen
中文: 斯瓦尔巴
Bân-lâm-gú: Svalbard
粵語: 冷岸群島