Sumarólympíuleikarnir 2016

Maracanã-völlur

Sumarólympíuleikarnir 2016 voru alþjóðleg íþróttahátíð sem var haldin dagana 5. til 21. ágúst 2016. Leikarnir voru haldnir í Rio de Janeiro í Brasilíu. Metfjöldi þátttökulanda og verðlauna var á leikunum. Yfir 10.500 íþróttamenn frá 206 landsólympíunefndum tóku þátt, þar á meðal voru keppendur frá Suður-Súdan og Kosóvó sem tóku þátt í fyrsta skipti. Keppt var um 306 verðlaun í 28 ólympíugreinum. Tvær nýjar ólympíugreinar voru með á leikunum: ruðningssjöa og golf, sem alþjóðaólympíunefndin samþykkti árið 2009. Keppt var á 33 leikvöngum í Ríó og fimm knattspyrnuleikvöngum að auki í borgunum São Paulo, Belo Horizonte, Salvador da Bahia, Brasília og Manaus. Þetta voru fyrstu ólympíuleikarnir eftir að Thomas Bach tók við formennsku í alþjóðaólympíunefndinni.

Other Languages
беларуская (тарашкевіца)‎: Летнія Алімпійскія гульні 2016 году
føroyskt: Summar-OL 2016
Bahasa Indonesia: Olimpiade Musim Panas 2016
norsk nynorsk: Sommar-OL 2016
srpskohrvatski / српскохрватски: Olimpijada 2016
Simple English: 2016 Summer Olympics
oʻzbekcha/ўзбекча: Yozgi Olimpiada oʻyinlari 2016