Sturla Þórðarson

Sturla bjó lengi á Staðarhóli í Saurbæ. Hér sést yfir Staðarhólsdal og í forgrunni er minnismerki um Sturlu, Stein Steinarr og Stefán frá Hvítadal, sem allir bjuggu í sveitinni í lengri eða skemmri tíma.

Sturla Þórðarson ( 29. júlí 121430. júlí 1284) var lögsögumaður, lögmaður, sagnaritari og skáld sem bjó á Staðarhóli í Saurbæ.

Uppruni og æska

Sturla var sonur Þórðar Sturlusonar og frillu hans Þóru og áttu þau fleiri börn saman, þar á meðal Ólafs Þórðarsonar hvítaskálds, en Sturla var yngstur.

Þórður átti einnig skilgetinn son, Böðvar, og fékk hann meirihluta arfs eftir föður þeirra er hann dó 1237, en Sturla hafði áður erft ömmu sína, Guðnýju Böðvarsdóttur, sem ól hann upp fyrstu árin, í Hvammi til 1218 og síðan í Reykholti. Snorri Sturluson, sonur Guðnýjar og föðurbróðir Sturlu, hirti þó þá fjármuni og urðu þeir bræðurnir, hann og Þórður, ósáttir út af arfinum en þeir sættust þó seinna og varð Sturla nemandi Snorra og ólst upp hjá honum að einhverju leyti.

Other Languages