Spjaldtölva

Spjaldtölva

Spjaldtölva er tölva með snertiskjá sem oftast notast við sérsniðin stýrikerfi og bjóða upp á ýmiskonar hugbúnað sem kallast öpp. Spjaldtölvur eru á vissan hátt stórir snjallsímar þar sem áherslan er á hugbúnað og tengimöguleika frekar en farsímavirkni.

Þær eru keimlíkar hefðbundnum kjöltutölvum en helsti munur er að spjaldtölvur notast að miklu eða öllu leyti við snertiskjái og skjályklaborð í stað takkaborðs eða lyklaborðs.

Spjaldtölvur eru fyrst og fremst hannaðar til vefskoðunar, tölvupóstnokunar og afþreyingar ýmiskonar en þær henta einnig vel til frístundalesturs. Stærð skjáanna gerir það að verkum að þær henta vel sem lestölvur og rúma vel hefbundna kiljustærð af blaðsíðum.

Hægt er að sækja ýmiskonar hugbúnað og afþreyingu gegnum vefþjónustur. Spjaldtölvur hafa innbyggt minni yfirleitt frá 8-64GB og rúma því vel bæði ljósmyndir og myndbönd. Skjáir spjaldtölva eru baklýstir eins og tölvu- eða sjónvarpsskjáir.

Helstu spjaldtölvur á markaðnum iPad frá Apple og svo spjaldtölvur frá ýmsum framleiðendum sem notast við Android-stýrikerfið frá Google eða Windows 8 frá Microsoft. Sérsniðnar Android-útgáfur eru líka algengar á spjaldtölvum. Dæmi um slíkt er Kindle Fire frá Amazon.

Other Languages
Afrikaans: Tabletrekenaar
العربية: حاسوب لوحي
azərbaycanca: Planşet
български: Таблет
کوردی: تابلێت
emiliàn e rumagnòl: Tavlátta (zarvlán)
Esperanto: Tabulkomputilo
فارسی: تبلت
français: Tablette tactile
עברית: מחשב לוח
hrvatski: Tablet
magyar: Táblagép
հայերեն: Պլանշետ
interlingua: Tablet
Bahasa Indonesia: Komputer tablet
italiano: Tablet computer
ᐃᓄᒃᑎᑐᑦ/inuktitut: ᕿᕋᐱᒃ
Basa Jawa: Sabak digital
Lingua Franca Nova: Computador tabletin
latviešu: Planšetdators
Bahasa Melayu: Komputer tablet
Nederlands: Tabletcomputer
norsk nynorsk: Nettbrett
norsk: Nettbrett
português: Tablet
Simple English: Tablet computer
slovenščina: Tablični računalnik
српски / srpski: Таблични рачунар
svenska: Surfplatta
Kiswahili: Kompyuta bapa
vèneto: Tablet
Tiếng Việt: Máy tính bảng
吴语: 平板电脑
中文: 平板電腦
Bân-lâm-gú: Pêng-pán tiān-náu
粵語: 平板電腦