Setlagafræði
English: Sedimentology

Setlagafræði er sú undirgrein jarðfræðinnar, sem fjallar um set í víðu samhengi, t.d. veðrun og rof, flutning sets og setmyndun í mismunandi setmyndunarumhverfum. Hún er að miklu leyti tengd jarðlagafræði. Þeir sem leggja stund á setlagafræði kallast setlagafræðingar.

Til setlagafræðinnar teljast rannsóknir á sandi, leðju (silti), leir og þeim ferlum sem leiða til setmyndunar þessara efna. Setlagafræðingar beita skilningi sínum á þeim ferlum sem þeir sjá í dag og túlka jarðsöguna með því að rannsaka setberg og setmyndanir.

Setberg þekur meirihluta af yfirborði jarðar. Í því er að finna stóran hluta af sögu jarðar og það varðveitir alla steingervinga. Setlagafræðin er nátengd jarðlagafræði, fræðigreininni sem fæst við eðlisfræðileg og tímafræðileg tengsl á milli berglaga eða jarðlaga.

Sú jarðfræðilega forsenda að nútíminn sé lykilinn að fortíðinni er grunnurinn að því að ákvarða hvernig setmyndun átti sér stað í gegnum jarðsöguna. Með því að bera saman svipuð einkenni nútíma setmyndana við eldri setmyndanir (t.d. sandskafla sem myndast í dag við sandskafla sem mynduðust í fjarlægri fortíð og varðveittust í fornum sandsteini) getajarðfræðingar byggt upp líkön af setmyndun í fornumhverfi.

Other Languages
Afrikaans: Sedimentologie
العربية: علم الرواسب
български: Седиментология
bosanski: Sedimentologija
čeština: Sedimentologie
English: Sedimentology
Esperanto: Sedimentologio
español: Sedimentología
français: Sédimentologie
hrvatski: Sedimentologija
Bahasa Indonesia: Sedimentologi
italiano: Sedimentologia
日本語: 堆積学
한국어: 퇴적학
lietuvių: Sedimentologija
latviešu: Sedimentoloģija
Bahasa Melayu: Sedimentologi
Nederlands: Sedimentologie
norsk nynorsk: Sedimentologi
português: Sedimentologia
română: Sedimentologie
srpskohrvatski / српскохрватски: Sedimentologija
Simple English: Sedimentology
slovenčina: Sedimentológia
slovenščina: Sedimentologija
српски / srpski: Седиментологија
svenska: Sedimentologi
Türkçe: Sedimantoloji
українська: Седиментологія
Tiếng Việt: Trầm tích học
中文: 沉积学