Ridley Scott

Sir Ridley Scott
Ridley Scott
Ridley Scott
Fæðingarnafn Ridley Scott
Fædd(ur) 30. nóvember 1937 (1937-11-30) (80 ára)
Búseta South Shields Tyne and Wear, England
Ár virk(ur) 1977 -

Sir Ridley Scott (fæddur 30. nóvember 1937) er breskur kvikmyndaleikstjóri og kvikmyndaframleiðandi. Þekktustu myndir hans eru Alien, Blade Runner, Thelma & Louise og Gladiator.

Einkalíf

Ridley fæddist í South Shields, Tyne and Wear, og ólst upp í herfjölskyldu. Faðir hans var liðsforingi í Corps of Royal Engineers og eldri bróðir hans Frank, gekk í British Merchant Navy þegar Ridley var enn ungur og höfðu þeir mjög lítið samband sín á milli. Á þessum tíma þá fluttist fjölskylda hans mikið og var aðsetur þeirra meðal annars í Cumbria, Wales og Þýskalandi. Eftir Seinni heimstyrjöldina flutti fjölskyldan aftur á heimaslóðir sínar í norð-austur Englandi og settumst að lokum í Teesside (þar sem atvinnu landslagið var seinna notast við í senum í Blade Runner). Honum finnst gaman að horfa á kvikmyndir, og uppáhaldsmyndir hans eru Lawrence of Arabia, Citizen Kane og Seven Samurai. [1]

Fjölskylda

Fimm meðlimir Scott fjölskyldunnar eru leikstjórar, og allir vinna þeir fyrir Ridley Scott Associates (RSA). [2] Bróðir hans Tony er vinsæll kvikmyndaleikstjórii; synirnir, Jake og Luke eru auglýsingaleikstjórar sem og dóttir hans, Jordan. Jake og Jordan vinna bæði í Los Angeles og Luke er staðsettur í London. Núverandi sambýliskona hans er leikkonan Giannina Facio sem hefur leikið í öllum myndum hans síðan hann gerði White Squall að undanskilinni American Gangster. Ridley býr ýmist í London, Frakklandi og Los Angeles. Hann var sleginn til bresks riddara árið 2003. [3]

Nám

Scott stundaði nám frá 1954 til 1958, við Grangefield Grammar School, Stockton og seinna meir við West Hartlepool College of Art, þar sem hann útskrifaðist með Diploma í hönnun. Hann lauk M.A.-gráðu í grafískri hönnun við Royal College of Art. þar sem hann nam frá 1960 til 1962. Við RCA þá vann hann við skólablaðið, 'ARK' og hjálpaði við að mynda kvikmyndadeildina. Fyrir seinasta verkefni sitt þá bjó hann til svarthvíta stuttmynd, ' Boy and Bicycle', þar sem, Tony Scott, og faðir hans léku í. Sjónræni hluti myndarinnar varð mikilvægur hluti af vinnu Scotts í framtíðinni, myndin var gefin út sem „Extra“ hluti á The Duellists DVD disknum.

Other Languages
Afrikaans: Ridley Scott
aragonés: Ridley Scott
العربية: ريدلي سكوت
asturianu: Ridley Scott
беларуская: Рыдлі Скот
български: Ридли Скот
brezhoneg: Ridley Scott
bosanski: Ridley Scott
català: Ridley Scott
čeština: Ridley Scott
Cymraeg: Ridley Scott
Deutsch: Ridley Scott
Ελληνικά: Ρίντλεϊ Σκοτ
English: Ridley Scott
Esperanto: Ridley Scott
español: Ridley Scott
euskara: Ridley Scott
français: Ridley Scott
Gaeilge: Ridley Scott
galego: Ridley Scott
hrvatski: Ridley Scott
magyar: Ridley Scott
Հայերեն: Ռիդլի Սքոթ
Bahasa Indonesia: Ridley Scott
italiano: Ridley Scott
ქართული: რიდლი სკოტი
қазақша: Ридли Скотт
한국어: 리들리 스콧
Кыргызча: Ридли Скот
Latina: Ridley Scott
Lëtzebuergesch: Ridley Scott
latviešu: Ridlijs Skots
Malagasy: Ridley Scott
македонски: Ридли Скот
Bahasa Melayu: Ridley Scott
Plattdüütsch: Ridley Scott
Nederlands: Ridley Scott
occitan: Ridley Scott
ਪੰਜਾਬੀ: ਰਿਡਲੇ ਸਕਾਟ
polski: Ridley Scott
پنجابی: ریڈلے سکاٹ
português: Ridley Scott
română: Ridley Scott
русский: Скотт, Ридли
srpskohrvatski / српскохрватски: Ridley Scott
Simple English: Ridley Scott
slovenčina: Ridley Scott
српски / srpski: Ридли Скот
svenska: Ridley Scott
Türkçe: Ridley Scott
українська: Рідлі Скотт
Tiếng Việt: Ridley Scott
მარგალური: რიდლი სკოტი
Bân-lâm-gú: Ridley Scott