Rafbassi
English: Bass guitar

Sjá kontrabassi fyrir greinina um þá gerð af bassa sem vinsæl er í sinfóníum og djasshljómsveitum
Rafbassi af gerðinni Rickenbacker 4001JG

Rafbassi eða bassagítar er rafmagnsstrengjahljóðfæri. Rafbassi hefur oftast fjóra strengi en rafbassar með fleiri strengjum eru þó til. Oftast eru strengir á rafmagnsbassa stilltir í E, A, D og G (áttund neðar en fjórir dýpstu strengir gítars) en margir bassaleikarar nota aðrar stillingar. Rafbassar eru yfirleitt með þverböndum þótt bandalausir rafbassar séu einnig til.

Á búki rafbassa eru hljóðnemar sem gerðir eru úr seglum og nema þeir titring strengjanna þegar slegið er á þá. Utan um seglana er vafin spóla sem umbreytir hreyfiorku seglanna í rafstraum. Snúra er tengd frá rafbassa yfir í magnara sem magnar upp rafmerkið.

Fyrsti fjöldaframleiddi rafbassinn var Fender Precision, sem var hannaður af Leo Fender, en hann var kynntur til sögunnar árið 1951.[1]

Strengir og stillingar

Sjö strengja rafbassi
  • 4 strengir: Hefðbundin stilling rafbassa með fjóra strengi er E-A-D-G þar sem E er lægsti strengurinn og G er hæsti.
  • 5 strengir: Rafbassar með fimm strengi eru almennt með stillinguna B-E-A-D-G þar sem B er bætt við sem lægsta strengnum.
  • 6 strengir: Sex strengja rafbassar eru með viðbættum C streng sem er hæstur.
  • Að auki má finna sjö til tólf strengja rafbassa með ýmsum stillingum. Þá eru átta og tólf strengja bassar oft stilltir eins og fjögurra og sex strengja bassar en með áttundum, líkt og tólf strengja gítarar.
Other Languages
Afrikaans: Baskitaar
Alemannisch: E-Bass
aragonés: Baixo electrico
العربية: غيتار البيس
asturianu: Baxu
azərbaycanca: Bas gitara
Boarisch: E-Boss
беларуская: Бас-гітара
беларуская (тарашкевіца)‎: Бас-гітара
български: Бас китара
brezhoneg: Gitar-boud
bosanski: Bas-gitara
čeština: Basová kytara
Cymraeg: Gitâr fas
dansk: El-bas
Deutsch: E-Bass
Ελληνικά: Μπάσο
English: Bass guitar
Esperanto: Basgitaro
español: Bajo eléctrico
eesti: Basskitarr
فارسی: گیتار بیس
français: Guitare basse
Gaeilge: Dordghiotár
Gàidhlig: Beus-ghiotàr
galego: Baixo
עברית: גיטרה בס
हिन्दी: बेस गिटार
hrvatski: Bas-gitara
interlingua: Basso
Bahasa Indonesia: Gitar bass
italiano: Basso elettrico
Jawa: Gitar bas
ქართული: ბას-გიტარა
한국어: 베이스 기타
Lëtzebuergesch: E-Bass
Limburgs: Basgitaar
lietuvių: Bosinė gitara
latviešu: Basģitāra
македонски: Бас-гитара
Bahasa Melayu: Gitar bes
မြန်မာဘာသာ: ဘေ့စ်ဂစ်တာ
Nedersaksies: Basgitaar
Nederlands: Basgitaar
norsk nynorsk: Bassgitar
norsk: Bassgitar
português: Baixo elétrico
română: Chitară bas
русский: Бас-гитара
sicilianu: Bassu (chitarra)
srpskohrvatski / српскохрватски: Bas-gitara
Simple English: Bass guitar
slovenčina: Basová gitara
slovenščina: Bas kitara
српски / srpski: Бас-гитара
svenska: Elbas
ślůnski: Basgitara
Türkçe: Bas gitar
українська: Бас-гітара
oʻzbekcha/ўзбекча: Bas gitara
Tiếng Việt: Guitar bass
中文: 電貝斯
粵語: 低音結他