Rómverskir tölustafir

Rómverskir tölustafir er talnakerfi sem rætur sínar að rekja til Rómaveldis og var aðlagað frá etrúskum tölustöfum. Kerfinu sem notað var til forna var örlítið breytt á miðöldum til að mynda kerfið sem notað er enn í dag.

Það er byggt á ákveðnum bókstöfum sem að gefið hefur verið tölulegt gildi:

I eða i fyrir einn,
V eða v fyrir fimm,
X eða x fyrir tíu,
L eða l fyrir fimmtíu,
C eða c fyrir eitt hundrað (centum),
D eða d fyrir fimm hundruð, tekið með því að helminga gríska stafinn Phi.
M eða m fyrir eitt þúsund (mille), eða gríski stafurinn Φ (Phi).

Rómverskir tölustafir eru víða notaðir í dag í tölusettum listum, klukkum, blaðsíðunúmerum á undan aðalefni bókar, tölusetningu framhaldsmynda, tölusetningu ritverka í meira en einu bindi, kaflanúmer í bók og tölusetningu sumra íþróttaleika, eins og til dæmis Ólympíuleikanna. Einnig eru rómverskir tölustafir iðulega notaðir til þess að tákna ártöl, svo sem útgáfuár bóka.
Reglur um rómversku tölurnar eru þannig, að sé stafur með lægra gildi á undan staf með hærra gildi, þá er sá lægri dreginn frá hinum hærri. Annars er lagt saman. Þannig er til dæmis IV = 4 og LXXXVII = 87 (50+10+10+10+5+2). Ártalið 1964 er MCMLXIV (1000+900+60+4) og 2005 er MMV.

Það er dálítið á reiki hvort notaðir eru hástafir eða lágstafir. Þó eru þeir stundum notaðir saman til þess að tákna margfeldi, þannig að til dæmis mM þýðir 1000 sinnum 1000 (sem sagt milljón), en MM er summan 1000 plús 1000 (sem sagt 2000).

Fyrir upplýsingar um reikning með rómverskum tölustöfum, sjá rómverskur reikningur og rómversk talnagrind.

Other Languages
Afrikaans: Romeinse syfers
azərbaycanca: Rum rəqəmləri
تۆرکجه: رومی اعداد
беларуская (тарашкевіца)‎: Рымскія лічбы
български: Римски цифри
brezhoneg: Niveradur roman
bosanski: Rimski brojevi
dansk: Romertal
emiliàn e rumagnòl: Nùmer romàṅ
Esperanto: Romaj ciferoj
Nordfriisk: Röömsk taal
Avañe'ẽ: Papaha Rómapegua
hrvatski: Rimski brojevi
interlingua: Numeration roman
Bahasa Indonesia: Angka Romawi
日本語: ローマ数字
қазақша: Рим сандары
한국어: 로마 숫자
Lëtzebuergesch: Réimesch Zuelen
Lingua Franca Nova: Numeros roman
македонски: Римски бројки
मराठी: रोमन अंक
Bahasa Melayu: Angka Rumi
Plattdüütsch: Röömsche Tallen
Nederlands: Romeinse cijfers
norsk nynorsk: Romartal
norsk: Romertall
Nouormand: Chiffes romaines
Sesotho sa Leboa: Lebadi la roma
português: Numeração romana
română: Cifre romane
sicilianu: Nùmmura rumani
srpskohrvatski / српскохрватски: Rimski brojevi
Simple English: Roman numeral
slovenčina: Rímska číslica
slovenščina: Rimske številke
Gagana Samoa: Fuainumera o Roma
српски / srpski: Римски бројеви
Kiswahili: Namba za Kiroma
Türkçe: Roma rakamları
oʻzbekcha/ўзбекча: Rim raqamlari
Tiếng Việt: Số La Mã
吴语: 罗马数字
ייִדיש: רוימישע צאל
中文: 罗马数字
Bân-lâm-gú: Lô-má sò͘-jī
粵語: 羅馬數字