Pyrrhon

Vestræn heimspeki
Fornaldarheimspeki
Nafn: Pyrrhon
Fædd/ur: um 360 f.Kr.
Dáin/n: 270 f.Kr.
Helstu ritverk: Engin
Helstu viðfangsefni: Þekkingarfræði
Markverðar hugmyndir: Þekking ómöguleg
Áhrifavaldar: Demókrítos
Hafði áhrif á: Tímon frá Flíos, Násífanes, Epikúros, Ænesidemos, Sextos Empeirikos

Pyrrhon (um 360 – 270 f.Kr.) var forngrískur heimspekingur frá Elís. Hann er oft sagður hafa verið fyrsti efahyggjumaðurinn enda þótt fræðimenn séu nú flestir á einu máli um að Pyrrhon hafi ekki verið efahyggjumaður. [1] pyrrhonsk efahyggja er nefnd í höfuðið á honum.

Æviágrip

Pyrrhon var sonur Pleistarkosar. Díogenes Laertíos, sem ritaði ævisögu Pyrrhons, vitnar í Apollodóros og segir að Pyrrhon hafi fyrst verið málari og að málverk eftir hann væru varðveitt í Elís. Síðar tók hann að stunda heimspeki eftir að hann kynntist verkum Demókrítosar og rökfræði Megörumanna hjá Brýsoni, nemanda Stilpons. [2]

Pyrrhon og Anaxarkos ferðuðust til austurs með Alexander mikla og kynntust „nöktu spekingunum“ (gymnosofistai) á Indlandi og spekingum í Persíu. Pyrrhon virðist einkum hafa tekið upp einsetulíf frá austrænu spekingunum. Þegar hann sneri aftur til Elís bjó hann við kröpp kjör en var í miklum metum meðal borgarbúa og einnig hjá Aþeningum, sem veittu honum borgararéttindi í Aþenu.

Sögur hermdu að Pyrrhon væri svo skeytingarlaus um eigin hag vegna þess að hann tryði ekki að það sem hann skynjaði væri raunverulegt að fylgjendur hans ættu í fullu fangi með að hafa auga með honum, gæta þess að hann yrði ekki undir hestvögnum og gengi ekki fram af björgum. [3]

Pyrrhon skrifaði engar bækur en kenningar hans eru þekktar úr ritum nemanda hans, Tímons frá Flíos, sem eru varðveitt í brotum og tilvitnunum, og úr ævisögu hans sem Díogenes Laertíos ritaði. Meðal annarra nemenda Pyrrhons má nefna Násifanes frá Teos og Hekatajos frá Abderu

Other Languages
العربية: بيرو (فيلسوف)
azərbaycanca: Pirron
български: Пирон от Елида
brezhoneg: Pyrrhon
bosanski: Piron iz Elide
català: Pirró d'Elis
Ελληνικά: Πύρρων
English: Pyrrho
Esperanto: Pirono
español: Pirrón
eesti: Pyrrhon
euskara: Pirron
فارسی: پیرهون
suomi: Pyrrhon
français: Pyrrhon d'Élis
hrvatski: Piron
magyar: Pürrhón
Հայերեն: Պիհռոն
Bahasa Indonesia: Pyrron
italiano: Pirrone
日本語: ピュロン
қазақша: Пиррон
한국어: 피론
Latina: Pyrrho
Nederlands: Pyrrho van Elis
norsk: Pyrrhon
português: Pirro de Élis
русский: Пиррон
srpskohrvatski / српскохрватски: Piron
slovenčina: Pyrrhón z Élidy
slovenščina: Piron
српски / srpski: Пирон
svenska: Pyrrhon
தமிழ்: பிரோ
Türkçe: Phyrrhon
українська: Піррон
Tiếng Việt: Pyrrho
中文: 皮浪