Próf Turings
English: Turing test

Próf Turings: Spyrillinn (C) þarf að ákveða hvor viðmælandinn A eða B er tölva á grundvelli skrifaðra svara við spurningum hans.

Próf Turings[1] eða Turing-próf[heimild vantar] er próf til að sannreyna hvort tölva getur sýnt greind við ákveðnar aðstæður. Hugmyndin kom fyrst fram í grein Alan Turing, „Computing machinery and intelligence“, sem kom út árið 1950 í tímaritinu Mind. Prófið gengur út á að leika hermileik þar sem spyrill leggur spurningar fyrir mann og tölvu sem er forrituð þannig að hún þykist vera maður. Spyrillinn á síðan að álykta út frá svörum viðmælendanna hvor þeirra er tölva. Turing vildi meina að ef tölvu tækist að herma svo vel eftir manni að spyrillinn léti blekkjast þá væri það nægjanleg sönnun þess að hún hugsaði. Til þess að komast í gegnum prófið þyrfti tölvan að geta beitt tungumálinu, rökvísi, þekkingu og vera fær um nám.

Turing færir rök fyrir því í greininni að slíkt sé einungis spurning um verkfræði og forritun og að í náinni framtíð verði til tölvur sem geti staðist prófið. Margir hafa dregið þessa ályktun í efa. Fræg andsvör við þessu eru meðal annars þrautin kínverska herbergið sem John Searle setti fram 1980.

Engin tölva hefur staðist próf Turings enn, svo vitað sé. Spjallhermar á borð við ELIZA hafa getað blekkt viðmælendur sína og látið þá halda að þeir væru að tala við manneskju í stuttan tíma, en á því er sá reginmunur að viðmælandinn vissi ekki af þeim möguleika að hann væri að tala við tölvu fremur en mann, en spyrillinn í prófi Turings veit að annar viðmælendanna er tölva.

Other Languages
العربية: اختبار تورنغ
azərbaycanca: Türinq testi
български: Тест на Тюринг
čeština: Turingův test
Cymraeg: Prawf Turing
Deutsch: Turing-Test
English: Turing test
Esperanto: Testo de Turing
español: Test de Turing
français: Test de Turing
hrvatski: Turingov test
magyar: Turing-teszt
Bahasa Indonesia: Uji Turing
italiano: Test di Turing
한국어: 튜링 테스트
lietuvių: Tiuringo testas
latviešu: Tjūringa tests
монгол: Тюринг тест
Bahasa Melayu: Ujian Turing
Nederlands: Turingtest
norsk: Turingtest
polski: Test Turinga
português: Teste de Turing
română: Testul Turing
srpskohrvatski / српскохрватски: Turingov test
Simple English: Turing test
slovenčina: Turingov test
slovenščina: Turingov test
српски / srpski: Тјурингов тест
svenska: Turingtestet
Türkçe: Turing testi
українська: Тест Тюрінга
Tiếng Việt: Phép thử Turing
中文: 图灵测试