Potemkin-þorp

Kastali og brugghús í Kolín, framhliðin er uppgerð en húsið í niðurníðslu

Potemkin þorp er orðatiltæki sem notað er um byggingu (raunverulega eða ímyndaða) sem er byggð eingöngu til að blekkja aðra til að halda að ástandið sé betra en það raunverulega er. Orðatiltækið er upprunnið úr sögu um færanleg gerviþorp sem byggð voru til að blekkja keisaraynjuna Katrínu 2. á ferðalagi hennar um Krímskagann árið 1787. Sagan segir að elskhugi hennar Grígoríj Pótemkin hafi látið setja upp færanleg gervihús meðfram bökkum fljótsins Dnjepr til að blekkja keisaraynjuna. Þegar hún hafa farið framhjá þá voru húsin tekin niður og svo sett upp aftur lengra meðfram ferðaleið hennar.

Other Languages
azərbaycanca: Potyomkin kəndi
беларуская (тарашкевіца)‎: Пацёмкінскія вёскі
español: Pueblo Potemkin
Bahasa Indonesia: Desa Potemkin
Nederlands: Potemkin-dorp
norsk nynorsk: Potemkins kulisser
norsk: Potemkinby
română: Potemkiniadă
srpskohrvatski / српскохрватски: Potemkinova sela
slovenščina: Potemkinove vasi
српски / srpski: Потемкинова села
Türkçe: Potemkin köyü