Platínuflokkur

Platínuflokkurinn er flokkur sex málmgerðra frumefna með svipaða efnis- og efnafræðilega eiginleika. Þessi flokkur samanstendur af rúþen, ródín, palladín, osmín, iridín og platínu. Þessir hliðarmálmar skipa ferkantað svæði sem að skerst af flokkum 8, 9 og 10, og lotum 5 og 6.

Strangt til tekið hafa frumefnin í lotu 4 (járn, kóbolt og nikkel) marga svipaða efnislega (hár eðlismassi og bræðslumark) og efnafræðilega eiginleika (hvatar og flókin efnasambönd). Það er því ekki á hreinu af hverju þessi frumefni eru ekki talin mað í platínuflokknum.

Other Languages