Pierre Curie

Pierre Curie

Pierre Curie (15. maí 185919. apríl 1906) var franskur eðlisfræðingur og nóbelsverðlaunahafi. Hann var frumkvöðull í rannsóknum á kristallafræði, segulfræði, þrýstirafhrifum og geislavirkni. Hann var giftur Marie Curie.

Pierre fæddist í París og var í heimanámi hjá föður sínum fyrstu ár ævi sinnar. Snemma sýndi hann mikla hæfileika í stærðfræði og rúmfræði og á 18. ári hafði hann lokið námi sem samsvaraði háskólaprófi en fór ekki beint áfram í doktorsnám vegna skorts á fjármagni. Þess í stað fór hann að vinna sem aðstoðarmaður í rannsóknarstofu í Sorbonne.

1880 tókst Pierre og eldri bróður hans Jacques að sýna fram á að ákveðnar gerðir kristalla mynduðu rafspennu ef þrýstingi var beitt á þá, og nefnast þessi áhrif þrýstirahrif. Ári seinna sýndu þeir fram á hið gagnstæða, að kristallar gætu afmyndast þegar þeir væru settir í rafsvið. Næstum öll nútímatækni byggist á þessum hrifum því hægt er að gera góða sveifla með nokkuð nákvæmnri tíðni með því að nota þessi efni.

Áður en Pierre lauk rannsóknum sínum á sviði segulfræði, sem hann fékk doktorsgráðu fyrir, hannaði hann mjög nákvæmna snúningsvog sem hann notaði til að mæla fasta í segulfræði. Mismunandi útgáfur af þessu tæki urðu vinsæl mælitæki innan segulfræðinnar. Hann rannsakaði járnseglun, meðseglun og mótseglun fyrir doktorsnám sitt og uppgötvaði áhrif hitastigs á meðseglun sem í dag er þekkt sem lögmál Curies. Hann uppgötvaði einnig að járnseglandi efni breyttu seguleiginleikum sínum við ákveðið hitastig og er þetta hitastig nefnt eftir honum, Curie-markið.

Pierre giftist Marie Sklodowska 25. júlí árið 1895 og hófst þar með vísindasamstarf sem átti eftir að gerbylta heiminum. Fyrsta sameiginlega afrek þeirra var að einangra bæði pólón og radín.

Önnur afrek Pierres voru uppgötvun á stöðugri útgeislun varma frá radíni og rannsóknir á eiginleikum geislavirkni. Með notkun segulsviðs komst hann að því að sum útgeislun var jákvætt hlaðin, sum neikvætt hlaðin og restin með enga hleðslu. Rutherford nefndi þessar agnir síðar alpha, beta og gamma.

Árið 1903 fengu Curie-hjónin nóbelsverðlaunin í eðlisfræði ásamt Henri Becquerel fyrir rannsóknir sínar á geislavirkni.

Einingin curie fyrir geislavirkni er nefnd eftir hjónunum og samsvarar 3,7 1010 hrörnunum á sekúndu.

Pierre var orðinn veiklulegur um þetta leyti af völdum geislaveiki, en áhrif geislavirkni á líkamann voru ekki þekkt á þessum tíma. Hann þurfti þó ekki að veslast upp og deyja af þeim sökum, því að hann lenti í slysi árið 1906 sem varð honum að aldurtila. Marie Curie, kona hans, lést hinsvegar af geislaveiki.

Pierre og Marie eignuðust tvær dætur og varð önnur þeirra, Irene Joliet-Curie merkur eðlisfræðingur. Hin dóttirin, Eva, giftist H. R. Labouisse sem tók við friðarverðlaunum Nóbels fyrir hönd Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna árið 1965 sem hann var forstöðumaður fyrir. Eva ritaði ævisögu móður sinnar. Sagan var þýdd á íslensku af Kristínu Ólafsdóttur lækni, heitir Frú Curie, og kom út hjá Ísafoldarprentsmiðju árið 1939.

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
Other Languages
Afrikaans: Pierre Curie
aragonés: Pierre Curie
العربية: بيار كوري
asturianu: Pierre Curie
azərbaycanca: Pyer Küri
تۆرکجه: پیئر کوری
беларуская: П’ер Кюры
беларуская (тарашкевіца)‎: П’ер Кюры
български: Пиер Кюри
bosanski: Pierre Curie
català: Pierre Curie
کوردی: پیەر کوری
čeština: Pierre Curie
Deutsch: Pierre Curie
Ελληνικά: Πιερ Κιουρί
English: Pierre Curie
Esperanto: Pierre Curie
español: Pierre Curie
euskara: Pierre Curie
فارسی: پیر کوری
français: Pierre Curie
Gàidhlig: Pierre Curie
galego: Pierre Curie
עברית: פייר קירי
hrvatski: Pierre Curie
Kreyòl ayisyen: Pierre Curie
magyar: Pierre Curie
հայերեն: Պիեռ Կյուրի
Bahasa Indonesia: Pierre Curie
Ilokano: Pierre Curie
italiano: Pierre Curie
Basa Jawa: Pierre Curie
ქართული: პიერ კიური
Kabɩyɛ: Pierre Curie
қазақша: Пьер Кюри
ភាសាខ្មែរ: ព្យែរ គុយរី
한국어: 피에르 퀴리
kurdî: Pierre Curie
Кыргызча: Пьер Кюри
Latina: Petrus Curie
Lëtzebuergesch: Pierre Curie
lietuvių: Pierre Curie
latviešu: Pjērs Kirī
Malagasy: Pierre Curie
македонски: Пјер Кири
Bahasa Melayu: Pierre Curie
မြန်မာဘာသာ: ပယ်ရီကျူရီ
नेपाल भाषा: पिएरे क्युरी
Nederlands: Pierre Curie
norsk nynorsk: Pierre Curie
occitan: Pierre Curie
Oromoo: Piyeer Kurii
Picard: Pierre Curie
polski: Pierre Curie
Piemontèis: Pierre Curie
پنجابی: پیری کیوری
português: Pierre Curie
română: Pierre Curie
armãneashti: Pierre Curie
русский: Кюри, Пьер
संस्कृतम्: पिएरे क्युरी
sicilianu: Pierre Curie
srpskohrvatski / српскохрватски: Pierre Curie
Simple English: Pierre Curie
slovenčina: Pierre Curie
slovenščina: Pierre Curie
српски / srpski: Пјер Кири
svenska: Pierre Curie
Kiswahili: Pierre Curie
Tagalog: Pierre Curie
Türkçe: Pierre Curie
татарча/tatarça: Пьер Күри
українська: П'єр Кюрі
oʻzbekcha/ўзбекча: Pierre Curie
Tiếng Việt: Pierre Curie
Winaray: Pierre Curie
მარგალური: პიერ კიური
Yorùbá: Pierre Curie
文言: 皮耶居禮
粵語: 居里