Oliver Kahn

Oliver Kahn á æfingu

Oliver Kahn (15. júní 1969 í Karlsruhe) er þýskur knattspyrnumaður og markmaður sem spilaði lengst af á ferli sínum með Bayern München. Þrisvar var hann kjörinn besti markmaður heims, fjórum sinnum besti markmaður Evrópu og tvisvar knattspyrnumaður ársins í Þýskalandi.

Leikferill

Oliver Kahn á kveðjuleik sínum í september 2008 á Allianz-leikvanginum í München

Aðeins sex ára gekk Kahn til liðs við Karlsruher FC og var þá útileikmaður. En brátt gerðist hann markmaður og hefur staðið milli stanganna allar götur síðan. Árið 1987 fékk Kahn í fyrsta sinn að spreyta sig með aðalliðinu í Bundesligunni. Það var þó ekki fyrr en 1990 að hann var orðinn fastamaður í byrjunarliðinu. Árið 1993 var Kahn í fyrsta sinn valinn í þýska landsliðið en sat þó á bekknum. Árið 1994 var Kahn keyptur til Bayern München fyrir 4,6 milljónir þýskra marka en þar var metupphæð í Þýskalandi fyrir markvörð. Ári síðar, 1995, fékk Kahn í fyrsta sinn að spreyta sig í markinu hjá landsliðinu, eftir að hafa setið á varamannabekknum þar í tvö ár. Landsliðið sigraði þá Sviss 2:1. Hins vegar var Andreas Köpke enn aðalmarkmaður landsliðins, þar til hann lagði skóna á hilluna 1998. Þá fyrst tók Kahn við sem aðalmarkmaður. Árið 1996 vann Kahn sinn fyrsta titil er Bayern München sigraði í Evrópukeppni bikarhafa. Ári síðar varð Kahn í fyrsta sinn þýskur meistari en alls náði hann þeim áfanga átta sinnum. Árið 2002 varð hann fyrirliði þýska landsliðsins en hann tók við þeirri stöðu af Oliver Bierhoff og skilaði henni tveimur árum síðar til Michael Ballack. Fyrsta stórmót Kahns var Evrópumótið í Englandi 1996, en þá sat hann allan tímann á bekknum. Fyrsta stórmótið þar sem hann spilaði með var Evrópumótið í Þýskalandi 2000. Þar náðu Þjóðverjar hins vegar ekki að komast upp úr riðlakeppninni. Kahn hefur leikið 557 leiki í Bundesligunni, sem er met hjá markmanni. Hann á einnig metið í að halda marki sínu hreinu samfleytt eða í 19 leiki í röð. 17. maí 2008 lék hann sinn síðasta leik í Bundesligunni (gegn Hertha Berlin). Þann 27. maí sama ár lék hann svo síðasta leik sinn í atvinnuknattspyrnu er Bayern München sigraði Mohun Bagan AC á Indlandi 3:0. Kveðjuleikur fyrir Kahn fór fram 2. september 2008 milli Bayern München og þýska landsliðsins. Leikurinn endaði 1:1.

Other Languages
العربية: أوليفر كان
azərbaycanca: Oliver Kan
تۆرکجه: الیور کان
Boarisch: Oliver Kahn
български: Оливер Кан
brezhoneg: Oliver Kahn
bosanski: Oliver Kahn
čeština: Oliver Kahn
Deutsch: Oliver Kahn
Ελληνικά: Όλιβερ Καν
English: Oliver Kahn
Esperanto: Oliver Kahn
español: Oliver Kahn
euskara: Oliver Kahn
فارسی: الیور کان
français: Oliver Kahn
hrvatski: Oliver Kahn
magyar: Oliver Kahn
Հայերեն: Օլիվեր Կան
Bahasa Indonesia: Oliver Kahn
italiano: Oliver Kahn
Basa Jawa: Oliver Kahn
ქართული: ოლივერ კანი
한국어: 올리버 칸
lietuvių: Oliver Kahn
latviešu: Olivers Kāns
Malagasy: Oliver Kahn
македонски: Оливер Кан
मराठी: ओलिफर कान
Bahasa Melayu: Oliver Kahn
नेपाली: ओलिभर कान
Nederlands: Oliver Kahn
polski: Oliver Kahn
português: Oliver Kahn
Runa Simi: Oliver Kahn
română: Oliver Kahn
русский: Кан, Оливер
srpskohrvatski / српскохрватски: Oliver Kahn
Simple English: Oliver Kahn
slovenčina: Oliver Kahn
slovenščina: Oliver Kahn
српски / srpski: Оливер Кан
svenska: Oliver Kahn
Türkmençe: Oliwer Kan
Türkçe: Oliver Kahn
тыва дыл: Кан Оливер
українська: Олівер Кан
Tiếng Việt: Oliver Kahn
粵語: 簡尼