Nine Inch Nails

-
Stofnuð1988
TónlistarstefnaIndustrial, Iðnaðarrokk,
jaðarrokk, jaðarþungarokk
VefsíðaVefsíða NIИ
Hljómsveitarmeðlimir
SöngvariTrent Reznor

Nine Inch Nails eða NIN eins og nafnið er stytt er bandarísk rokkhljómsveit sem spilar industrial tónlist en einnig róleg lög sem einkennast oft af píanóleik, hún var stofnuð árið 1988 í Cleveland í Ohio af Trent Reznor.

Öllum útgáfum hljómsveitarinnar er auk venjulegs titils gefið nafn í forminu „Halo i“ þar sem i er hækkandi heiltala, fyrsta útgáfa sveitarinnar, smáskífan Down in It var þar með Halo 1 og síðasta útgáfan, tónleikaupptakan And All That Could Have Been Halo 17.

Textar sveitarinnar einkennast oft af miklu sjálfshatri og vonleysi, frá og með breiðskífunni The Fragile hefur þó færst meiri von í textana og tónlistina en sú útgáfa endurspeglaði langa baráttu Reznors við tvískautaröskun og þunglyndi en hann lét hafa eftir sér í viðtali árið 1999 við Rolling Stone magazine: „It just took me time to sit down and change my head and my life around. I had to slap myself in the face: ‚If you want to kill yourself, do it, save everybody the fucking hassle. Or get your shit together.‘“

Reznor er mikill Doom áhugamaður og spilaði Doom og Quake í tónleikaferðum. Hann samdi tónlist fyrir Quake og sjá má NIN merkið á skotfæraboxum fyrir naglabyssuna í leiknum.


Útgefin verk

Halo
Ár
Nafn
Frekari upplýsingar
1 1989 Down in It Smáskífa
2 1989 Pretty Hate Machine
3 1990 Head Like a Hole Smáskífa
4 1990 Sin Smáskífa
5 1992 Broken Breiðskífa
6 1992 Fixed
7 1994 March of the Pigs Smáskífa
8 1994 The Downward Spiral
9 1994 Closer Smáskífa
10 1995 Further Down the Spiral Útgefin í Bandaríkjunum
10v2 1995 Further Down the Spiral Útgefin í Stóra Bretlandi
11 1997 The Perfect Drug Versions
12 1997 Closure Tvöföld myndbandsspóla
13 1999 The Day the World Went Away
14 1999 The Fragile
15 1999 We're in This Together & Into the Void Gefin út sem We're in This Together í Bandaríkjunum og Evrópu og Into the Void í Ástralíu
16 2000 Things Falling Apart
17 2002 And All That Could Have Been Tónleikaupptaka gefin út á geisladisk, VHS og DVD
18 2005 The Hand That Feeds Smáskífa
19 2005 With Teeth
Other Languages
asturianu: Nine Inch Nails
azərbaycanca: Nine Inch Nails
žemaitėška: Nine Inch Nails
беларуская: Nine inch nails
беларуская (тарашкевіца)‎: Nine Inch Nails
български: Найн Инч Нейлс
brezhoneg: Nine Inch Nails
čeština: Nine Inch Nails
Esperanto: Nine Inch Nails
español: Nine Inch Nails
français: Nine Inch Nails
עברית: Nine Inch Nails
hrvatski: Nine Inch Nails
Bahasa Indonesia: Nine Inch Nails
italiano: Nine Inch Nails
ქართული: Nine Inch Nails
lietuvių: Nine Inch Nails
latviešu: Nine Inch Nails
македонски: Nine Inch Nails
Nederlands: Nine Inch Nails
Pangasinan: Nine Inch Nails
Piemontèis: Nine Inch Nails
português: Nine Inch Nails
română: Nine Inch Nails
русский: Nine Inch Nails
Simple English: Nine Inch Nails
slovenčina: Nine Inch Nails
slovenščina: Nine Inch Nails
српски / srpski: Nine Inch Nails
Basa Sunda: Nine Inch Nails
Kiswahili: Nine Inch Nails
тоҷикӣ: Nine Inch Nails
Türkçe: Nine Inch Nails
українська: Nine Inch Nails
oʻzbekcha/ўзбекча: Nine Inch Nails