Nafnskipti

Nafnskipti (forngríska: μετωνυμία, metōnymia) eru stílbragð sem felst í að orði er skipt út fyrir annað orð sem tengist því fyrra á einhvern hátt. Í nafnskiptum má til dæmis nefna orsök fyrir afleiðingu eða afleiðingu fyrir orsök, eins má nefna höfund fyrir höfundarverk, ílát fyrir innihald eða bústað fyrir embætti og margt fleira. Dæmi um nafnskipti:

  • Hvíta húsið sendi frá sér yfirlýsingu. (Átt er við bandaríska forsetaembættið.)
  • Ég drakk tvo kaffibolla. (Átt er við innihald bollanna.)

Nafnskipti eru náskyld meðskilningi og telja sumir að ekki sé ástæða til að greina þar á milli. Einnig er skyldleiki með nafnskiptum og myndhverfingu en munurinn er sá að í myndhverfingu þar sem A er táknað með B er eitthvað líkt með A og B en í nafnskiptum þar sem A er táknað með B eru A og B tengd á einhvern hátt án þess að vera lík.

  • heimildir

Heimildir

  • Árni Sigurjónsson (1991). Bókmenntakenningar fyrri alda. Heimskringla. ISBN 9979-3-0240-2
  • Eco, Umberto (1976). A Theory of Semiotics. Indiana University Press. ISBN 0-253-20217-5
  • Jakob Benediktsson (1983). Hugtök og heiti í bókmenntafræði. Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands.
Other Languages
العربية: كناية
azərbaycanca: Metonimiya
беларуская: Метанімія
беларуская (тарашкевіца)‎: Мэтанімія
български: Метонимия
català: Metonímia
čeština: Metonymie
Cymraeg: Trawsenwad
dansk: Metonymi
Deutsch: Metonymie
Ελληνικά: Μετωνυμία
English: Metonymy
Esperanto: Metonimio
español: Metonimia
euskara: Metonimia
فارسی: کنایه
suomi: Metonymia
français: Métonymie
贛語: 轉喻
galego: Metonimia
עברית: מטונימיה
हिन्दी: उपलक्षण
hrvatski: Metonimija
magyar: Metonímia
interlingua: Metonymia
Bahasa Indonesia: Metonimia
italiano: Metonimia
日本語: 換喩
қазақша: Метонимия
한국어: 환유
Кыргызча: Метонимия
Latina: Metonymia
македонски: Метонимија
Nederlands: Metonymie
norsk nynorsk: Metonymi
norsk: Metonymi
ਪੰਜਾਬੀ: ਮੈਟੋਨਮੀ
polski: Metonimia
português: Metonímia
română: Metonimie
русский: Метонимия
саха тыла: Метонимия
sicilianu: Mitunìmia
Scots: Metonymy
srpskohrvatski / српскохрватски: Metonimija
Simple English: Metonymy
slovenčina: Metonymia
slovenščina: Metonimija
shqip: Metonimia
српски / srpski: Метонимија
svenska: Metonymi
தமிழ்: ஆகு பெயர்
татарча/tatarça: Метонимия
українська: Метонімія
oʻzbekcha/ўзбекча: Metonimiya
Tiếng Việt: Hoán dụ
中文: 轉喻
粵語: 借喻