Microsoft Windows

Windows logo

Microsoft Windows er fjölskylda stýrikerfa fyrir einkatölvur þó að aðrar útgáfur séu til, t.d. fyrir netþjóna og lófatölvur. Microsoft hannar, þróar, styður, og er framleiðandi Windows stýrikerfanna og Windows er ein af stærstu framleiðsluvörum þeirra. Windows 10 er eina útgáfan sem nú er seld heimanotendum. Þó er Windows 7 útgáfan líka enn studd en ekki aðrar útgáfur (fyrir utan útgáfur sem eru ekki fyrir heimanotendur, "Server" útgáfurnarnar) sem dæmi ekki Windows XP né eldri útgáfur né eru þær lengur seldar.

Byrjunin

Microsoft kynnti stýrikerfið Windows fyrst til sögunnar árið 1985. Var það þá viðbót við MS-DOS sem mótsvar við hinu grafíska notendaviðmóti sem Apple Macintosh gerði frægt. Með samningum við IBM, stærsti tölvuframleiðandinn á þessum tíma, náði Microsoft markaðsyfirráðum í stýrikerfasölu með um 90% markaðshlutdeild sem hefur síðan látið undan síga. Frá 2012 hefur Android selst í merihluta, þegar allar tölvur eru taldar - frá þeim hefðbundu niður í síma og selst nú í mörgum sinnum fleiri eintökum á hverju ári. Windows hefur þó mikið forskot ef einungis hefðbundnar PC-tölvur (þar með talið fartölvur) eru taldar; þá fram yfir t.d. Mac OS X, Chromebook eða Android sem allar sækja á og geta keyrt á eins vélbúnaði. Aðrar útgáfur af Windows, t.d. Windows Phone (sem mun sameinast hefðbunda Windows í útgáfu 10) hafa náð afar lítilli útbreiðslu miðað, við samkeppnina, en þó þriðja sæti.

Saga

Sjá einnig: Listi yfir útgáfur Microsoft Windows

MS-DOS vinnuumhverfi

Fyrsta útgáfan af Windows, Windows 1, kom út árið 1985 eins og áður segir en var ekki heilt stýrikerfi heldur grafískt viðmót fyrir MS-DOS en sú útgáfa náði aldrei miklum vinsældum. Windows 2 kom út 1987 og náði aðeins meiri vinsældum en forveri þess. Það var Í útgáfu 2.03 varð mikil breyting, þá voru kynntir svokallaðir fljótandi gluggar. Apple Inc. lögsótti þá Microsoft þar sem talið var að höfundarréttur Apple væri brotinn. Þremur árum seinna lét Microsoft frá sér útgáfu 3. Sú útgáfa var sú fyrsta frá Microsoft til að seljast í meira en 2 milljónum eintaka fyrsta hálfa árið á markaðnum. Það hafði mun þróaðra viðmót og hægt var að vera með mörg forrit í gangi í einu.

Windows 9x

Síðan komu Windows 9x stýrikerfin sem voru stýrikerfi frekar en vinnuumhverfi þótt þau byggðu á MS-DOS kóða. Nokkur þeirra eru:

  • Windows 95
  • Windows 98
  • Windows ME (Windows Millenium Edition)

Windows NT

Windows NT stýrikerfin eru með nýjan stýrikerfiskjarna en MS-DOS og eru nýjustu stýrikerfin fyrir heimanotendur (“ skjáborðs tölvur“) og eru meðal annars Windows XP, Windows Vista og hið fyrirhugaða Windows 7 stýrikerfi í þessum flokki.

Other Languages
অসমীয়া: ৱিণ্ড'জ
azərbaycanca: Microsoft Windows
žemaitėška: Microsoft Windows
беларуская: Windows
беларуская (тарашкевіца)‎: Microsoft Windows
български: Microsoft Windows
Mìng-dĕ̤ng-ngṳ̄: Microsoft Windows
corsu: Windows
Ελληνικά: Microsoft Windows
føroyskt: Windows
עברית: Microsoft Windows
hornjoserbsce: Windows
magyar: Windows
interlingua: Microsoft Windows
Bahasa Indonesia: Microsoft Windows
la .lojban.: la canko
ქართული: Microsoft Windows
Qaraqalpaqsha: Microsoft Windows
қазақша: Microsoft Windows
Ripoarisch: Microsoft Windows
Кыргызча: Microsoft Windows
Lëtzebuergesch: Microsoft Windows
Limburgs: Windows
lumbaart: Windows
македонски: Microsoft Windows
монгол: Microsoft Windows
Bahasa Melayu: Microsoft Windows
Dorerin Naoero: Microsoft Windows
Plattdüütsch: Microsoft Windows
Nederlands: Microsoft Windows
norsk nynorsk: Microsoft Windows
occitan: Windows
português: Microsoft Windows
Runa Simi: Windows
русский: Windows
русиньскый: Microsoft Windows
саха тыла: Microsoft Windows
srpskohrvatski / српскохрватски: Microsoft Windows
Simple English: Microsoft Windows
slovenčina: Microsoft Windows
slovenščina: Microsoft Windows
Soomaaliga: Microsoft Windows
తెలుగు: విండోస్
тоҷикӣ: Microsoft Windows
татарча/tatarça: Microsoft Windows
українська: Microsoft Windows
oʻzbekcha/ўзбекча: Microsoft Windows
vepsän kel’: Microsoft Windows
Tiếng Việt: Microsoft Windows
West-Vlams: Windows
吴语: 微软视窗
მარგალური: Microsoft Windows
ייִדיש: Windows
Bân-lâm-gú: Microsoft Windows