Lítri
English: Litre

Lítri (skammstafað sem l eða ltr) er lagarmálseining. Einn lítri jafngildir einum rúmdesimetra, þ.e. 1 l = 1 dm³. Lítrar eru fyrst og fremst notaðir til að mæla minni háttar vökvamagni, en sé um mikið magn að ræða eru notaðar stærri rúmmálseiningar, eins og rúmmetrar.

Afleiddar einingar lítra eru með smækkunar- og stækkunarforskeytum þessar: millilítri, sentilítri, desilítri, (lítri), dekalítri, hektólítri, kílólítri. Í hverju skrefi er tíföld stækkun. Þannig eru 1000 millilítrar í einum lítra og 10000 sentilítrar í einum hektólítra, svo að dæmi séu tekin. Lítið vökvamagn eins og til dæmis fljótandi lyf er að jafnaði mælt í millilítrum. Áfengisskammtar eru mældir í sentilítrum (1 einfaldur = 3 sentilítrar). Við matargerð og bakstur er iðulega miðað við desilítra. Menn kaupa mjólk og bensín í lítratali og heitt vatn frá hitaveitu í lítrum á mínútu. Dekalítraeiningin sést nánast aldrei notuð og hektólítrar sjaldan. Kílólítri (kl) er ekki notaður vegna þess að 1 kl jafngildir 1 rúmmmetra og menn nota heldur rúmmetra.

Lítri tengist metrakerfinu samkvæmt skilgreiningu, en er ekki SI-mælieining. Margar Evrópuþjóðir nota lítra, nema helst Bretar og Bandaríkjamenn, sem nota lagarmálseiningarnar fluid ounce, pint, quarter, gallon o.s.frv. (Ath. að munur er á breskum og bandarískum lagarmálseiningum með sama heiti, en að jafnaði eru þær bresku stærri en þær bandarísku.)

  • margfeldi

Margfeldi

Margfeldi Nafn Tákn Jafngilt rúmmál Margfeldi Nafn Tákn Jafngilt rúmmál
100 L lítri l L dm³ rúmdesimetri    
101 L dekalítri dal daL   (10 dm³) 10–1 L desilítri dl dL   (100 cm³)
102 L hektólítri hl hL   (100 dm³) 10–2 L sentilítri cl cL   (10 cm³)
103 L kílólítri kl kL rúmmetri 10–3 L millilítri ml mL cm³ rúmsentimetri (cc)
106 L megalítri Ml ML dam³ rúmdekametri 10–6 L míkrólítri µl µL mm³ rúmmillimetri
109 L gígalítri Gl GL hm³ rúmhektómetri 10–9 L nanólítri nl nL 106 µm³ 1 miljón rúmmíkrómetri
1012 L teralítri Tl TL km³ rúmkílómetri 10–12 L píkólítri pl pL 103 µm³ 1 þúsund rúmmíkrómetrar
1015 L petalítri Pl PL 103 km³ 1 þúsund rúmkílómetrar 10–15 L femtólítri fl fL µm³ rúmmíkrómetri
1018 L exalítri El EL 106 km³ 1 milljón rúmkílómetrar 10–18 L attólítri al aL 106 nm³ 1 milljón rúmnanómetrar
1021 L zettalítri Zl ZL Mm³ rúmmegametri 10–21 L zeptólítri zl zL 103 nm³ 1 þúsund rúmnanómetrar
1024 L yottalítri Yl YL 103 Mm³ 1 þúsund rúmmegametrar 10–24 L yoktólítri yl yL nm³ rúmnanómetri
Other Languages
Afrikaans: Liter
Alemannisch: Liter
aragonés: Litro
العربية: لتر
مصرى: ليتر
অসমীয়া: লিটাৰ
asturianu: Llitru
azərbaycanca: Litr
تۆرکجه: لیتر
башҡортса: Литр
žemaitėška: Lėtros
беларуская: Літр
беларуская (тарашкевіца)‎: Літар
български: Литър
বাংলা: লিটার
བོད་ཡིག: སྤྱི་ཧྲན།
brezhoneg: Litr
bosanski: Litar
català: Litre
کوردی: لیتر
čeština: Litr
Чӑвашла: Литр
Cymraeg: Litr
dansk: Liter
Deutsch: Liter
Ελληνικά: Λίτρο
English: Litre
Esperanto: Litro
español: Litro
eesti: Liiter
euskara: Litro
فارسی: لیتر
suomi: Litra
français: Litre
Nordfriisk: Liter
furlan: Litri
Frysk: Liter
Gaeilge: Lítear
贛語: 公升
galego: Litro
客家語/Hak-kâ-ngî: Kûng-sṳ̂n
עברית: ליטר
हिन्दी: लीटर
hrvatski: Litra
magyar: Liter
հայերեն: Լիտր
interlingua: Litro
Bahasa Indonesia: Liter
Ilokano: Litro
Ido: Litro
italiano: Litro
日本語: リットル
Patois: Liita
Jawa: Liter
ქართული: ლიტრი
қазақша: Литр
ಕನ್ನಡ: ಲೀಟರ್
한국어: 리터
къарачай-малкъар: Литр
kurdî: Lîtir
Кыргызча: Литр
Latina: Litrum
Lëtzebuergesch: Liter
лезги: Литр
Limburgs: Liter
lumbaart: Lìter
lietuvių: Litras
latviešu: Litrs
македонски: Литар
മലയാളം: ലിറ്റർ
монгол: Литр
मराठी: लीटर
Bahasa Melayu: Liter
မြန်မာဘာသာ: လီတာ
नेपाल भाषा: लितर
Nederlands: Liter
norsk nynorsk: Liter
norsk: Liter
occitan: Litre
ਪੰਜਾਬੀ: ਲੀਟਰ
polski: Litr
پنجابی: لٹر
português: Litro
română: Litru
tarandíne: Litre
русский: Литр
русиньскый: Литер
саха тыла: Лиитэрэ
sicilianu: Litru
Scots: Litre
srpskohrvatski / српскохрватски: Litar
Simple English: Litre
slovenčina: Liter
slovenščina: Liter
Soomaaliga: Litir
shqip: Litri
српски / srpski: Литар
Sunda: Léter
svenska: Liter
Kiswahili: Lita
தமிழ்: லிட்டர்
తెలుగు: లీటరు
ไทย: ลิตร
Tagalog: Litro
Türkçe: Litre
Xitsonga: Litara
українська: Літр
اردو: لٹر
oʻzbekcha/ўзбекча: Litr
vèneto: Litro
Tiếng Việt: Lít
walon: Lite
Winaray: Litro
吴语:
ייִדיש: ליטער
中文: 公升
Bân-lâm-gú: Li̍p
粵語: 公升