Kanji

Orðið „kanji“ ritað með kanji.

Kanji er japanska heitið á kínverskum táknum, en kínverska myndtáknrófið er, í bland við hiragana og katakana, notað til að skrifa japönsku. Orðið kanji er ritað 漢字 með kínverskum táknum, en það er skrifað eins í kínversku, ef notuð eru hefðbundin kínversk tákn, þótt þar sé það borið fram öðruvísi (hànzì).

Til að auðvelda lestur kanji er framburður táknanna stundum ritaður með kana (hiragana eða katakana) ofan við eða til hægri við táknin (eftir því hvort skrifað er frá vinstri til hægri eins og er algengt í nútímanum, eða ofan frá og niður eins og gert var á öldum áður), en þessi hefð kallast furigana.

Saga kanji

Á 3. og 4. öld f.Kr. fluttu kínverskir og kóreskir ferðalangar með sér ritmál til Japan sem er þekkt í dag sem kanji, eða Han-tákn. Táknin áttu uppruna sinn á bökkum Gulár (Huáng Hé) í Kína um 2000 f. Kr., og um 3000 tákn frá því tímabili hafa fundist á ýmsum fornmunum. Á þeim tíma sem þessi tákn komu til Japans var japanska eingöngu til sem talað mál. Kínversk tákn voru fengin að láni á um 400 ára tímaskeiði, og japanska málið þróaðist í ritað mál. Í Japan hafa sum táknin fengið einfaldað form, og nokkrum hundruðum tákna hefur verið bætt við rófið, svo að ekki er um að ræða nákvæmlega sama úrval tákna í nútímajapönsku og nútímakínversku.

Japanska ríkið hefur útbúið sérstakan lista yfir jōyō kanji, 1,945 tákn sem öllum er gert að læra og sem ætlast er til að t.d. dagblöð takmarki sig að mestu við. Yfirleitt er notað s.k. furigana til að sýna framburð tákna sem notuð eru í dagblöðum, en eru ekki í jōyō kanji. 983 viðbótartákn er að finna í jinmeiyō kanji, en þau má (auk hinna) nota í mannanöfn og örnefni.

Other Languages
Afrikaans: Kanji
العربية: كانجي
অসমীয়া: কাঞ্জি
asturianu: Kanji
azərbaycanca: Kanci
žemaitėška: Kandžė
беларуская: Кандзі
български: Канджи
Bahasa Banjar: Kanji
বাংলা: কাঞ্জি
català: Kanji
Cebuano: Kanji
کوردی: کانجی
čeština: Kandži
Cymraeg: Kanji
dansk: Kanji
Deutsch: Kanji
English: Kanji
español: Kanji
eesti: Kanji
euskara: Kanji
فارسی: کانجی
suomi: Kanji
français: Kanji
galego: Kanji
Gaelg: Kanji
עברית: קאנג'י
हिन्दी: कानजी
hrvatski: Kanji
magyar: Kandzsi
interlingua: Kanji
Bahasa Indonesia: Kanji
italiano: Kanji
Basa Jawa: Kanji
ភាសាខ្មែរ: កាន់ជិ
Latina: Kanji
Lëtzebuergesch: Kanji
lietuvių: Kandži
latviešu: Kandži
Malagasy: Kanji
македонски: Канџи
Bahasa Melayu: Tulisan Kanji
Nāhuatl: Kanji
Nederlands: Kanji
norsk nynorsk: Kanji
norsk: Kanji
occitan: Kanji
ਪੰਜਾਬੀ: ਕਾਂਜੀ (ਲਿਪੀ)
Papiamentu: Kanji
polski: Kanji
پنجابی: کانجی (لپی)
português: Kanji
română: Kanji
русский: Кандзи
Scots: Kanji
Simple English: Kanji
slovenčina: Kandži
slovenščina: Kandži
српски / srpski: Канџи
Basa Sunda: Kanji
svenska: Kanji
ไทย: คันจิ
Tagalog: Kanji
Türkçe: Kanji
українська: Ієрогліфи (Японія)
اردو: کانجی
Tiếng Việt: Kanji
Winaray: Kanji
ייִדיש: קאנדזשי
中文: 日本汉字
Bân-lâm-gú: Ji̍t-pún Hàn-jī
粵語: 和製漢字