Kóralrif

Fjölbreyttar dýrategundir við kóralrrif

Kóralrif[1] (eða kórallarif[2]) er fjölbreytt sjávarvistkerfi bundið saman af kalsíumkarbónati sem kórallar gefa frá sér. Steinkórallar með fjölda holsepa (e. polyps) mynda flest kóralrif. Frumur í húðþekju steinkóralla seyta kalsíumkarbónati sem myndar undirlag sem holseparnir standa á auk þess sem það er stoðgrind dýranna og vörn. Flestar kóraltegundir lifa í sambýli sem gerir að verkum að kóralrif stækka smám saman eitt kóralrif getur verið nokkur þúsund ár að myndast.[3]

Margar mismunandi tegundir kóralla má finna í einu kóralrifi en hver tegund gegnir sérhæfðu hlutverki í byggingu rifsins.[3] Kóralrif geta myndast á mismunandi sjávardýpi en ná sjaldan upp fyrir yfirborðið. Kóralrif hýsa mjög fjölbreytilegan hóp sjávardýra. Kóralrif þekja minna en 0,1% af yfirborði heimsins en 25% allra sjávardýrategunda lifa í eða við þau, þar á meðal fiskar, lindýr, ormar, krabbadýr, skrápdýr, svampdýr, möttuldýr og holdýr. Kóralrif geta blómstrað þótt lítið sé um næringarefni í vatninu í kringum þau.

Kóralrif eru mikilvæg fiskveiðum og verja strendur. Kóralrif eru mjög viðkvæm fyrir breytingum í umhverfinu svo sem breyttu hitastigi vatnsins í nágrenni þeirra. Margs konar hætta steðjar nú að kóralrifjum, m.a. loftslagsbreytingar, súrnun sjávar og vatnsmengun.

  • heimildir

Heimildir

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að .
Other Languages
Afrikaans: Koraalrif
العربية: شعاب مرجانية
asturianu: Petón de coral
azərbaycanca: Mərcan rifi
башҡортса: Мәрйен рифтары
беларуская: Каралавыя рыфы
български: Коралов риф
bosanski: Koralni greben
čeština: Korálový útes
kaszëbsczi: Rafa
dansk: Koralrev
Deutsch: Korallenriff
English: Coral reef
Esperanto: Korala rifo
eesti: Korallrahu
føroyskt: Korallriv
français: Récif corallien
hrvatski: Koraljni greben
Kreyòl ayisyen: Resif koray
Bahasa Indonesia: Terumbu karang
日本語: サンゴ礁
Basa Jawa: Terumbu karang
ქართული: მარჯნის რიფი
한국어: 산호초
lietuvių: Koralinis rifas
latviešu: Koraļļu rifs
македонски: Корален гребен
Bahasa Melayu: Terumbu karang
Nederlands: Koraalrif
norsk nynorsk: Korallrev
norsk: Korallrev
occitan: Arrecife
ਪੰਜਾਬੀ: ਮੂੰਗਾ ਚਟਾਨ
Papiamentu: Ref di koral
português: Recife de coral
română: Recif de corali
srpskohrvatski / српскохрватски: Koraljni greben
සිංහල: කොරල් පර
Simple English: Coral reef
slovenčina: Koralový útes
slovenščina: Koralni greben
српски / srpski: Корални гребен
svenska: Korallrev
Türkçe: Mercan resifi
українська: Кораловий риф
oʻzbekcha/ўзбекча: Marjon riflari
Tiếng Việt: Rạn san hô
吴语: 珊瑚礁
中文: 珊瑚礁
Bân-lâm-gú: San-ô͘-chiau
粵語: 珊瑚礁