Kór

Kór (úr grísku: χορός) er hópur söngvara sem flytur sungna tónlist með eða án undirleiks eða syngur undir öðrum tónlistarflutningi. Söngurinn getur verið einradda, en algengara er að kórsöngur sé margradda og telst sönghópurinn vera kór ef hann er skipaður fleiri en einum einstakling í hverri rödd. Söng kórs er stjórnað af kórstjóra.

Flokkun kóra

Kórar eru fjölbreytilegir að stærð, samsetningu og tilgangi. Þá má því flokka á ýmsa lund. Til dæmis eftir:

  • Samsetningu radda ( sópran, alt, tenór og bassa). Þannig er talað um barnakór, stúlknakór, drengjakór, kvennakór, karlakór og blandaðan kór. Í vestrænni tónlist telst fullskipaður blandaður kór vera áttradda og er þá hver meginrödd tvískipt í hærra og lægra tónbil (til dæmis 1. sópran og 2. sópran).
  • Stærð kórs. Stórir kórar telja gjarnan meira en 50 manns, en kammerkórar eru fámennari, gjarnan 15 til 30 manns. Smærri sönghópar, þar sem hver rödd er flutt af einungis einum eða tveimur söngvurum kallast venjulega ekki kórar.
  • Tilgangi. Þannig er talað um kirkjukór, óperukór, tónleikakór, skólakór, átthagakór og svo framvegis.
  • Söngstíl. Til dæmis pólýfónískur kór, barokkkór, gospelkór, djasskór, og svo framvegis.
Other Languages
العربية: جوقة (موسيقى)
azərbaycanca: Xor
беларуская: Хор
беларуская (тарашкевіца)‎: Хор
български: Хор
brezhoneg: Laz-kanañ
bosanski: Hor
català: Cor (música)
کوردی: کۆرس
čeština: Pěvecký sbor
Cymraeg: Côr
dansk: Kor
Deutsch: Chor (Musik)
Ελληνικά: Χορωδία
English: Choir
Esperanto: Ĥoro
español: Coro
euskara: Abesbatza
فارسی: گروه کر
suomi: Kuoro
français: Chorale
עברית: מקהלה
हिन्दी: वृन्दगान
hrvatski: Pjevački zbor
հայերեն: Երգչախումբ
Bahasa Indonesia: Paduan suara
Ido: Koro
italiano: Coro (musica)
日本語: 合唱
қазақша: Хор
한국어: 합창
Кыргызча: Хор
Latina: Chorus
Lëtzebuergesch: Chouer (Musek)
lietuvių: Choras
latviešu: Koris
македонски: Хор
монгол: Найрал дуу
Bahasa Melayu: Koir
Nederlands: Koor (zang)
norsk nynorsk: Kor
norsk: Kor
polski: Chór
português: Coro (música)
Runa Simi: Takich'unku
română: Cor
русский: Хор
Scots: Queir
srpskohrvatski / српскохрватски: Pevački hor
Simple English: Choir (music)
slovenščina: Pevski zbor
српски / srpski: Хор
Seeltersk: Chor (Musik)
Basa Sunda: Rampak Sekar
svenska: Kör
Türkçe: Koro
українська: Хор
oʻzbekcha/ўзбекча: Xor
Tiếng Việt: Hợp xướng
Winaray: Koro
吴语: 合唱
中文: 合唱
Bân-lâm-gú: Ha̍p-chhiùⁿ
粵語: 合唱