Júlíska tímatalið

Júlíska tímatalið (stundum kallað gamli stíll eða júlíanska tímatalið) var kynnt til sögunnar af Júlíusi Caesar árið 46 f.Kr. og tekið í notkun 45 f.Kr. eða 709 ab urbe condita (frá stofnun borgarinnar). Með þessu tímatali var árið ákvarðað sem 365 dagar og fjórða hvert ár skyldi vera hlaupár þar sem einum degi væri bætt við. Tímatalið var í notkun fram á 20. öld í mörgum löndum og er enn notað af ýmsum kirkjudeildum Rétttrúnaðarkirkjunnar. Það var þó gallað að því leyti að of mörgum dögum var bætt við með hlaupárunum þannig að tímatalið skekktist með tímanum frá raunverulegum árstíðum um 11 mínútur á hverju ári. Sagt er að Caesar hafi vitað af þessu misræmi en ekki fundist það vera nógu merkilegt til að spá mikið í því.

Gregoríska tímatalið (eða nýi stíll) var kynnt til sögunnar á 16. öld til þess að lagfæra misræmið og var þá miðað við vorjafndægur. Hlaupárum var fækkað þannig að aldamótaár sem deilanleg eru með 400 teljast hlaupár, en önnur aldamótaár ekki. Þannig var 1900 ekki hlaupár, en 2000 var það. Bæði hefðu verið hlaupár í gamla stíl.

Gregoríska tímatalið var tekið upp á Íslandi árið 1700. Var þá skekkjan orðin 11 dagar og voru þeir kliptir úr árinu þannig 28. nóvember kom í stað 17. nóvember.

Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur sem ekki hefur verið settur í undirflokk. Þú getur hjálpað til með því að , eða með því að flokka hana betur.
Other Languages
azərbaycanca: Yuli təqvimi
башҡортса: Юлиан календары
беларуская: Юліянскі каляндар
беларуская (тарашкевіца)‎: Юліянскі каляндар
brezhoneg: Deiziadur juluan
Esperanto: Julia kalendaro
Nordfriisk: Juliaans kalender
Kreyòl ayisyen: Almanak jilyen
Bahasa Indonesia: Kalender Julius
日本語: ユリウス暦
한국어: 율리우스력
къарачай-малкъар: Юлиан орузлама
Lëtzebuergesch: Julianesche Kalenner
Bahasa Melayu: Takwim Julius
Nederlands: Juliaanse kalender
srpskohrvatski / српскохрватски: Julijanski kalendar
Simple English: Julian calendar
slovenščina: Julijanski koledar
Türkçe: Jülyen takvimi
ئۇيغۇرچە / Uyghurche: جۇلىيان تەقۋىمى
oʻzbekcha/ўзбекча: Yulian taqvimi
Tiếng Việt: Lịch Julius
吴语: 儒略曆
中文: 儒略曆
Bân-lâm-gú: Julius Le̍k-hoat
粵語: 儒略曆