Hypertext Transfer Protocol

Mynd af HTTP beiðni gerð í gegnum Telnet, beiðnin, svarhausinn og svarbúkurinn eru litaðir

Hypertext Transfer Protocol (HTTP) er aðferð til að senda eða taka við gögnum á veraldarvefnum. Upprunalegi tilgangurinn var að birta HTML síður, þótt núna sé HTTP notað til að hlaða niður myndum, hljóði, leikjum, textaskjölum og margmiðlun af allri gerð. Venjulega eru HTTP skilaboð alltaf í pörum, beiðni frá biðlara og svar frá miðlara. HTTP Skilaboð eru byggð upp af HTTP haus og síðan gögnunum sjálfum. Til að skilja á milli gagnanna og haussins eru notuð tvö auð línubil. Nýjasta staðlaða útgáfa HTTP er HTTP 1.1. HTTP/2.0 „SPDY“, hönnuð af Google og notuð af nokkrum vöfrum og netþjónum Google, er í stöðlun hjá IETF.[1]

Bygging skilaboða

Hér er dæmi um HTTP 1.1 beiðni:

GET /wiki/Notandi:SvartMan HTTP/1.1
Host: is.wikipedia.org

Með ímynduðu svari:

HTTP/1.1 200 OK
Date: Mon, 22 Desember 2008
20:40:00 GMT
Content-length: 85
Content-type: text/html

<!DOCTYPE html PUBLIC "-//W3C//DTD XHTML 1.0 Transitional//EN" "http://www.w3.org/TR/xhtml1/DTD/xhtml1-transitional.dtd">
<html xmlns="http://www.w3.org/1999/xhtml" xml:lang="is" lang="is" dir="ltr">
<head>
<meta http-equiv="Content-Type" content="text/html; charset=utf-8" />
...
</head>
</html>

Athugið að línubil er notað til að skilja á milli hluta haussins, og tvö til að skilja á milli haussins og gagnanna.

Other Languages
Afrikaans: HTTP
azərbaycanca: HTTP
تۆرکجه: اچ تی تی پی
беларуская: HTTP
беларуская (тарашкевіца)‎: HTTP
български: HTTP
Cymraeg: HTTP
dansk: HTTP
Zazaki: HTTP
euskara: HTTP
suomi: HTTP
Võro: HTTP
føroyskt: Http
galego: HTTP
hrvatski: HTTP
magyar: HTTP
հայերեն: HTTP
Bahasa Indonesia: Protokol Transfer Hiperteks
한국어: HTTP
lietuvių: HTTP
latviešu: HTTP
олык марий: HTTP
नेपाल भाषा: एच टी टी पी
norsk: HTTP
русский: HTTP
srpskohrvatski / српскохрватски: HTTP
slovenščina: HTTP
тоҷикӣ: HTTP
Tagalog: HTTP
Türkçe: HTTP
українська: HTTP
Bân-lâm-gú: HTTP
粵語: HTTP