Hvítlaukur
English: Garlic

Hvítlaukur
Hvítlaukur (Allium sativum) úr Medical Botany eftir William Woodville, 1793.
Hvítlaukur (Allium sativum) úr Medical Botany eftir William Woodville, 1793.
Vísindaleg flokkun
Ríki:Jurtaríki (Plantae)
Ættbálkur:Laukabálkur (Asparagales)
Ætt:Laukætt (Alliaceae)
Undirætt:Allioideae
Ættflokkur:Allieae
Ættkvísl:Laukar (Allium)
Tegund:
A. sativum

Tvínefni
Allium sativum
L.

Hvítlaukur (knapplaukur eða geirlaukur) (fræðiheiti: Allium sativum) er lauktegund. Hann er skyldur lauk, skalottlauk, blaðlauk og graslauk. Hvítlaukur er mikið notaður í eldamennsku og lyfjaframleiðslu. Hvítlaukur hefur einkennandi sterkt bragð og lykt en bragðið verður mildara og sætara þegar hann er eldaður.

Hvítlaukur skiptist oftast í nokkra geira (eða rif), sem hver um sig er umlukinn hýði og svo er hvítt eða rauðleitt, þunnt, pappírskennt hýði utan um alla geirana, sem saman mynda hnýði. Geirarnir eru mismargir eftir afbrigðum og einnig er til hvítlauksafbrigði, upprunnið í héraðinu Júnnan í Kína,sem ekki skiptist í geira. Bæði ytra hýðið og hýðið utan um hvern geira er fjarlægt áður en laukurinn er borðaður. Hvítlaukur fjölgar sér yfirleitt með kynlausri æxlun og vex þá nýr hvítlaukur af hverjum geira um sig.

Hvítlaukur er hafður til neyslu, hrár eða eldaður, og einnig notaður í lyfjagerð. Blöðin eru löng og minna á blaðlauk. Þau má til dæmis nota í salöt og einnig blómin og stilkana en best er þó að taka þau áður en jurtin er fullvaxin, þegar þau eru enn mjúk.

Einfalt er að rækta hvítlauk og hann vex allt árið um kring í mildu loftslagi. Í köldu loftslagi þarf að gróðursetja geirann sex vikum áður en jarðvegurinn frýs til að fá uppskeru næsta sumar. Laukurinn hefur verið ræktaður utanhúss á Íslandi en til þess er þó best að hafa sérstaklega harðgerð kvæmi. Fáir skaðvaldar ráðast á hvítlauka, en til eru nokkrir sjúkdómar sem geta haft áhrif á þá.

Other Languages
Afrikaans: Knoffel
aragonés: Allium sativum
العربية: ثوم
asturianu: Allium sativum
Aymar aru: Ajusa
azərbaycanca: Sarımsaq
تۆرکجه: ساریمساق
башҡортса: Һарымһаҡ
Boarisch: Knofe
žemaitėška: Česnags
Bikol Central: Bawang
беларуская: Часнок
беларуская (тарашкевіца)‎: Часнок
български: Чесън
Bislama: Galik
বাংলা: রসুন
བོད་ཡིག: སྒོག་ལོག
brezhoneg: Kignen
bosanski: Bijeli luk
català: All
Mìng-dĕ̤ng-ngṳ̄: Sáung-tàu
کوردی: سیر
corsu: Aglia
Чӑвашла: Ыхра
Cymraeg: Garlleg
dansk: Hvidløg
Deutsch: Knoblauch
dolnoserbski: Pšawy kobołk
ދިވެހިބަސް: ލޮނުމެދު
Ελληνικά: Σκόρδο
English: Garlic
Esperanto: Ajlo
español: Allium sativum
eesti: Küüslauk
euskara: Baratxuri
فارسی: سیر
français: Ail cultivé
furlan: Ai
Gaeilge: Gairleog
galego: Allo
Avañe'ẽ: Áho
गोंयची कोंकणी / Gõychi Konknni: Losun
ગુજરાતી: લસણ
Gaelg: Garleid
Hausa: Tafarnuwa
עברית: שום
हिन्दी: लहसुन
hrvatski: Češnjak
hornjoserbsce: Prawy kobołk
Kreyòl ayisyen: Lay
magyar: Fokhagyma
հայերեն: Սխտոր
Արեւմտահայերէն: Սխտոր
interlingua: Allio
Bahasa Indonesia: Bawang putih
ГӀалгӀай: Саьмарсаькх
Ido: Alio
italiano: Allium sativum
日本語: ニンニク
Jawa: Bawang
ქართული: ნიორი
Taqbaylit: Tiskert
қазақша: Сарымсақ
ភាសាខ្មែរ: ខ្ទឹមស
한국어: 마늘
Кыргызча: Сарымсак
Lëtzebuergesch: Knuewelek
лакку: Лаччи
Limburgs: Witlouk
Ligure: Aggio
latviešu: Ķiploks
मैथिली: लह्सुन
македонски: Лук
монгол: Саримс
मराठी: लसूण
Bahasa Melayu: Bawang putih
မြန်မာဘာသာ: ကြက်သွန်ဖြူ
नेपाली: लसुन
Nederlands: Knoflook
norsk nynorsk: Kvitlauk
norsk: Hvitløk
occitan: Alh cultivat
Livvinkarjala: Čosnokku
ଓଡ଼ିଆ: ରସୁଣ
Ирон: Нуры
ਪੰਜਾਬੀ: ਲਸਣ
Kapampangan: Bawang
پنجابی: لسن
پښتو: هوږه
português: Alho
Runa Simi: Ahus
română: Usturoi
русский: Чеснок
संस्कृतम्: लशुनम्
sardu: Azu
sicilianu: Agghia
Scots: Garlic
سنڌي: ٿوم
srpskohrvatski / српскохрватски: Češnjak
ၽႃႇသႃႇတႆး : ၽၵ်းမီႇႁေႃ
Simple English: Garlic
slovenčina: Cesnak kuchynský
slovenščina: Česen
Soomaaliga: Toon
shqip: Hudhra
српски / srpski: Бели лук
Basa Sunda: Bawang bodas
svenska: Vitlök
Kiswahili: Kitunguu saumu
తెలుగు: వెల్లుల్లి
тоҷикӣ: Сирпиёз
Türkmençe: Sarymsak
Tagalog: Bawang
Türkçe: Sarımsak
тыва дыл: Чеснок
українська: Часник
اردو: لہسن
oʻzbekcha/ўзбекча: Sarimsoq
vepsän kel’: Künz'lauk
Tiếng Việt: Tỏi
walon: A (plante)
Winaray: Lasuna
ייִדיש: קנאבל
Vahcuengh: Suenq
中文:
文言:
Bân-lâm-gú: Soàn-thâu
粵語: 蒜頭