Hljóðfæri

Hljóðfæri er tæki sem notað er til að spila tónlist. Í raun og veru má telja allt sem framkallað getur stýrt hljóð til hljóðfæra. Venjan er hinsvegar sú að miða við það sem er sérstaklega gert til þess. Hljóðfærum er skipt upp í nokkra flokka eftir því hvernig þau búa til hljóð:

  • Ásláttarhljóðfæri framkalla hljóð þegar þau eru slegin. Hljóðið sem myndast getur bæði haft skýra tónhæð eður ei, þetta fer þó eftir hljóðfærinu.
  • Blásturshljóðfæri mynda hljóðið með titringi loftsúlu innan í þeim. Tíðni bylgjunnar sem kemur fer eftir lengd loftsúlunnar og lögun hljóðfærisins, á meðan hljómblær hljóðsins fer eftir byggingu hljóðfærisins og hvernig hljóðið er framkallað. Þessum flokki hljóðfæra er venjulega skipt í Tréblásturshljóðfæri og Málmblásturshljóðfæri.
  • Rödd , þ.e.a.s. mannsröddin er oft flokkuð sem hljóðfæri út af fyrir sig. Söngvari framkallar hljóð þegar loftflæði frá lungum kemur af stað titringi í raddböndum.
  • Strengjahljóðfæri framkalla hljóð þegar strekktur strengur er plokkaður, strokinn, sleginn, og svo framvegis. Tíðni bylgjunnar fer eftir lengd þess hluta strengsins sem titrar, massa hans, spennu og á hvaða punkti strengurinn er örvaður. Hljómblærinn fer síðan eftir hönnun þess rýmis sem hljóðið hermist í.
  • Rafhljóðfæri búa til hljóðið með því að beita raftækni. Oft líkja þau eftir öðrum hljóðfærum í hönnun, einkum hljómborð.
  • Hljómborðshljóðfæri eru öll þau hljóðfæri sem nota hljómborð til spilunar. Hver lykill gefur eitt eða fleiri hljóð frá sér, mörg hljóðfæri bjóða upp á möguleika til þess að hafa áhrif á hljóðin, t.d. píanó hefur pedala til þess. Hljóðfærin geta framkallað hljóðin með blæstri (orgel), titringi strengja sem geta þá verið slegnir (píanó) eða plokkaðir (semball).
  Þessi tónlistargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að .
Other Languages
Afrikaans: Musiekinstrument
Alemannisch: Musikinstrument
العربية: آلة موسيقية
azərbaycanca: Musiqi aləti
беларуская (тарашкевіца)‎: Музычны інструмэнт
bamanankan: Fɔlifɛn
བོད་ཡིག: རོལ་ཆ།
brezhoneg: Benveg-seniñ
Cymraeg: Offeryn cerdd
Ελληνικά: Μουσικό όργανο
euskara: Musika tresna
فارسی: ساز
suomi: Soitin
Võro: Pill
Gaeilge: Uirlis cheoil
贛語: 樂器
Gàidhlig: Innealan-ciùil
Avañe'ẽ: Tembipu
ગુજરાતી: સંગીત વાદ્ય
עברית: כלי נגינה
hrvatski: Glazbala
magyar: Hangszer
Bahasa Indonesia: Alat musik
日本語: 楽器
la .lojban.: zgitci
Basa Jawa: Piranti musik
한국어: 악기
Lëtzebuergesch: Museksinstrument
lingála: Eyémbeli
Bahasa Melayu: Alat muzik
မြန်မာဘာသာ: တူရိယာ
Nāhuatl: Tlatzotzonalli
Plattdüütsch: Musikinstrument
नेपाल भाषा: बाजं
Nederlands: Muziekinstrument
norsk nynorsk: Musikkinstrument
ਪੰਜਾਬੀ: ਸਾਜ਼
پښتو: ساز
Runa Simi: Waqachina
armãneashti: Hâlati muzicalâ
संस्कृतम्: वाद्ययन्त्राणि
srpskohrvatski / српскохрватски: Muzički instrumenti
Simple English: Musical instrument
slovenčina: Hudobný nástroj
slovenščina: Glasbilo
Soomaaliga: Qalab muusig
Seeltersk: Musikinstrumente
Kiswahili: Ala ya muziki
Türkçe: Çalgı
oʻzbekcha/ўзбекча: Musiqa asbobi
Tiếng Việt: Nhạc cụ
West-Vlams: Muziekinstrument
吴语: 乐器
中文: 乐器
Bân-lâm-gú: Ga̍k-khì
粵語: 樂器