Helförin
English: The Holocaust

Lík í Nordhausen-fangabúðunum.

Helförin er hugtak sem er notað til þess að lýsa skipulögðum fjöldamorðum á evrópskum gyðingum í seinni heimsstyrjöldinni. Fjöldamorðin voru liður í áætlun þýskra nasista undir stjórn Adolfs Hitler til þess að útrýma gyðingum. Um 6 milljónir gyðinga fórust í styrjöldinni og stór hluti þeirra í sérstökum útrýmingarbúðum.[1]

Aðrir hópar fólks sættu einnig ofsóknum og voru myrtir af nasistum, þ.á m. fatlaðir, samkynhneigðir, kommúnistar, vottar Jehóva, Pólverjar, Rússar, Hvítrússar og Úkraínumenn. Stundum eru þessir hópar fólks ekki taldir með í helförinni, sem er þá eingöngu talin vera fjöldamorð á gyðingum sem liður í „lokalausninni við gyðingavandanum“ („Die Endlösung der Judenfrage“) eins og nasistar nefndu áætlunina. Séu öll fórnarlömb ofsókna nasista tekin með í reikninginn er talið að heildarfjöldi fórnarlamba nemi milli 11 og 17 milljóna. Íslenska orðið 'helförin' er vitaskuld yfirsetning á enska orðinu Holocaust sem er álitið upprunið innan hins Gyðinglega samfélags sjálfs, þegar gyðingar horfa á sína sögu stendur þetta upp úr sem einskonar 'bálkestið'. Hefði slíkt orð verið upprunið utan hins gyðinglega samfélags hefði það líklega ekki þótt vera jafn yfirgnæfandi eða fengið sérstakt orð frekar en til dæmis morð á Armenum í fyrra stríði. Og fyrir sömu sakir gætir nokkurs ruglings sakir skilninglsleysis á uppruna orðins um hvort einungis sé átt við gyðinga eða ennfremur samkynhneigða fatlaða o.sv.fr.

Ofsóknir og fjöldamorð nasista jukust í nokkrum stigum. Sett voru lög sem úthýstu gyðingum úr samfélaginu nokkrum árum áður en síðari heimsstyrjöldin braust út. Þegar Þriðja ríkið náði yfirráðum yfir nýju landi í Austur-Evrópu og Rússlandi voru stofnuð sérstök gyðingahverfi til þess að halda gyðingum aðskildum. Sérstakar sveitir þýska hersins myrti mikinn fjölda gyðinga og annarra stjórnmálaandstæðinga nasista innan gyðingahverfanna og annars staðar þar sem þeirra varð vart. Gyðingar í Vestur-Evrópu voru oftast fluttir austur í sérstakar þrælkunarbúðir sem voru reistar víða en flestar í Austur-Evrópu. Skipulagðar útrýmingarbúðir voru teknar í notkun á síðari árum stríðsins.

Other Languages
Afrikaans: Holocaust
አማርኛ: ሆሎኮስት
aragonés: Holocausto
Ænglisc: Eallbærnet
العربية: الهولوكوست
asturianu: Holocaustu
azərbaycanca: Holokost
تۆرکجه: هولوکاست
башҡортса: Холокост
Boarisch: Holocaust
žemaitėška: Huoluokausts
беларуская: Халакост
беларуская (тарашкевіца)‎: Галакост
български: Холокост
brezhoneg: Loskaberzh
bosanski: Holokaust
буряад: Холокост
català: Holocaust
کوردی: ھۆلۆکۆست
čeština: Holokaust
Чӑвашла: Холокост
Cymraeg: Yr Holocost
dansk: Holocaust
Deutsch: Holocaust
Zazaki: Holokost
Ελληνικά: Ολοκαύτωμα
English: The Holocaust
Esperanto: Holokaŭsto
español: Holocausto
eesti: Holokaust
euskara: Holokaustoa
فارسی: هولوکاست
suomi: Holokausti
Võro: Holokaust
føroyskt: Holocaust
français: Shoah
Frysk: Holokaust
Gaeilge: Uileloscadh
Gàidhlig: Uile-losgadh
galego: Holocausto
עברית: השואה
Fiji Hindi: The Holocaust
hrvatski: Holokaust
hornjoserbsce: Holocaust
magyar: Holokauszt
հայերեն: Հոլոքոստ
interlingua: Holocausto
Bahasa Indonesia: Holokaus
Ilokano: Holokausto
italiano: Olocausto
Patois: Di Olokaas
Basa Jawa: Holocaust
ქართული: ჰოლოკოსტი
Kabɩyɛ: Soowa (Shoah)
қазақша: Холокост
한국어: 홀로코스트
kurdî: Holokost
kernowek: Loskaberth
Кыргызча: Холокост
Latina: Soa
Ladino: Olokósto
Lëtzebuergesch: Holocaust
лезги: Холокост
lietuvių: Holokaustas
latviešu: Holokausts
олык марий: Холокост
македонски: Холокауст
монгол: Холокост
Bahasa Melayu: Holokus
Malti: L-Olokawst
Mirandés: Houlocausto
مازِرونی: هولوکاست
Plattdüütsch: Schoah
नेपाल भाषा: होलोकस्ट
Nederlands: Holocaust
norsk nynorsk: Holocaust
norsk: Holocaust
occitan: Olocaust
Kapampangan: Holocaust
Piemontèis: Olocàust
پنجابی: ہولو کاسٹ
português: Holocausto
Runa Simi: Ulukawstu
rumantsch: Holocaust
Romani: Holokausto
română: Holocaust
русский: Холокост
русиньскый: Голокауст
саха тыла: Холокост
sardu: Olocàustu
sicilianu: Olucaustu
Scots: Holocaust
srpskohrvatski / српскохрватски: Holokaust
Simple English: The Holocaust
slovenčina: Holokaust
slovenščina: Holokavst
chiShona: Rushigido
Soomaaliga: Holokost
shqip: Holokausti
српски / srpski: Холокауст
Seeltersk: Holocaust
svenska: Förintelsen
Tagalog: Holocaust
Türkçe: Holokost
татарча/tatarça: Holokost
українська: Голокост
oʻzbekcha/ўзбекча: Holokost
Tiếng Việt: Holocaust
Winaray: An Holokausto
მარგალური: ჰოლოკოსტი
Bân-lâm-gú: Holocaust