Gull
English: Gold

 Silfur 
PlatínaGullKvikasilfur
 Röntgenín 
Gold-crystals.jpg
EfnatáknAu
Sætistala79
EfnaflokkurHliðarmálmur
Eðlismassi19300 kg/
Harka2,5
Atómmassi196,966569 g/mól
Bræðslumark1337,33 K
Suðumark3129 K
Efnisástand
(við staðalaðstæður)
Fast form
Lotukerfið

Gull er frumefni með efnatáknið Au (latína aurum) og er númer 79 í lotukerfinu.Þetta er mjúkur, gljáandi, gulur, þungur, hamranlegur og linur hliðarmálmur sem er ónæmur gegn flestum efnum en hægt er að vinna á honum með klór, flúor og kóngavatni. Gull finnst sem molar eða sem gullkorn í grjóti og í árseti. Gull er einn af myntmálmunum.

Gull var áður fyrr notað sem seðlafótur margra þjóða og er einnig notað í skartgripagerð, tannlækningar, og í rafeindavörur. ISO gjaldmiðilstákn þess er XAU.

Gull er æðstu verðlaun á íþróttamótum, en annað sætið færir silfur og það þriðja brons. Orðið gull (í fleirtölu) var áður fyrr notað yfir barnaleikföng.

Saga og notkun

Gull er aðlaðandi og mjög verðmætur málmur, sem þekkst hefur í a.m.k. 5500 ár. Hreint gull finnst stundum í náttúrunni en venjulega er það þó í sambandi við silfur, kvars (SiO2), kalsít (CaCO3), blý, tellúr, sink eða kopar. Gróflega áætlað er um 1 millígramm af gulli uppleyst í hverju tonni af sjó, en vinnsla á því úr sjó myndi þó ekki svara kostnaði. Áætlað hefur verið að hægt væri að koma öllu gulli sem þegar hefur verið hreinsað, fyrir í teningi sem væri 20 metrar á kant.

Gull er mótanlegast og teygjanlegast allra málma. Eina únsu af gulli er hægt að fletja út í þynnu sem er um 5 metrar á kant. Gullþynnur eru notaðar í gyllingu handverks og listmuna. Þykkt einnar slíkrar þynnu getur verið um 0,000127 millimetrar, eða um 400 sinnum þynnri en mannshár.

Hreint gull er lint og er venjulega blandað saman við aðra málma eins og silfur, kopar, platínu eða palladíum til að auka styrkleika þess. Gullblöndur eru notaðar til framleiðslu skartgripa og skrautmuna, í tannfyllingar og í smámynt. Magn gulls í málmblöndu er mælt með mælieiningu sem nefnist karat. Eitt karat samsvarar 1 hluta af 24, þannig að í 18 karata gullhring eru 18 hlutar af hreinu gulli og 6 hlutar af íblöndunarefnum.

Gull er góður leiðari hita og rafmagns og tærist ekki í andrúmslofti. Því er hægt að nota gull í rafmagnstengla og rafrásir. Gull endurkastar einnig innrauðri geislun mjög vel, sem gerir það hentugt til að verja geimflaugar og skýjakljúfa gegn hita sólarinnar. Nota má gyllta spegla við framleiðslu sjónauka sem næmir eru fyrir innrauðu ljósi.

Geislavirk samsæta gulls (198Au) er notuð við geislameðferð gegn krabbameini. Gull-natríum-þíósúlfat (AuNa3O6S4) er notað í meðferð við gigt. Gullklórsýra (HAuCl4) er notuð til varðveislu ljósmynda með því að skipta út silfuratómunum sem þegar eru til staðar í ljósmyndum.

Árið 1848 hófst mikið gullgraftaræði í Kaliforníu og stóð það yfir um árabil. Lá gullið þá oft í botni á litlum lækjum eða ám og notuðu menn haka, sigti og pönnur til að safna gullinu. Það var síðan flutt til byggða og unnið frekar svo hægt væri að nota það í alls konar iðnað eins og og að búa til hringi eða verkfæri. Svo leið gullgröfturinn undir lok á þessu tímabili, einfaldlega vegna þess að gullið var uppurið á svæðinu og þurfti þá að leita annað til gullgraftar. Annað frægt gullæði greip um sig í Klondike og víðar í Yukon-dalnum í Kanada hálfri öld síðar.

Other Languages
Acèh: Meuih
Afrikaans: Goud
Alemannisch: Gold
አማርኛ: ወርቅ
aragonés: Oro
Ænglisc: Gold
العربية: ذهب
ܐܪܡܝܐ: ܕܗܒܐ
مصرى: دهب
অসমীয়া: সোণ
asturianu: Oru
Aymar aru: Quri
azərbaycanca: Qızıl
تۆرکجه: قیزیل
башҡортса: Алтын
Boarisch: Goid
žemaitėška: Auksos
Bikol Central: Bulawan
беларуская: Золата
беларуская (тарашкевіца)‎: Золата
български: Злато
भोजपुरी: सोना
Banjar: Amas
বাংলা: সোনা
བོད་ཡིག: གསེར།
brezhoneg: Aour
bosanski: Zlato
буряад: Алтан
català: Or
Mìng-dĕ̤ng-ngṳ̄: Gĭng
Cebuano: Bulawan
Tsetsêhestâhese: Véhone-ma'kaata
کوردی: زێڕ
corsu: Oru
čeština: Zlato
kaszëbsczi: Złoto
словѣньскъ / ⰔⰎⰑⰂⰡⰐⰠⰔⰍⰟ: Ꙁлато
Чӑвашла: Ылтăн
Cymraeg: Aur
dansk: Guld
Deutsch: Gold
Zazaki: Zern
Ελληνικά: Χρυσός
emiliàn e rumagnòl: Ôr
English: Gold
Esperanto: Oro
español: Oro
eesti: Kuld
euskara: Urre
estremeñu: Oru
فارسی: طلا
suomi: Kulta
Võro: Kuld
føroyskt: Gull
français: Or
Nordfriisk: Gul
furlan: Aur
Frysk: Goud
Gaeilge: Ór
贛語:
kriyòl gwiyannen:
Gàidhlig: Òr
galego: Ouro
Avañe'ẽ: Kuarepotiju
ગુજરાતી: સોનું
Gaelg: Airh
客家語/Hak-kâ-ngî: Kîm
עברית: זהב
हिन्दी: सोना
Fiji Hindi: Sona
hrvatski: Zlato
hornjoserbsce: Złoto
Kreyòl ayisyen:
magyar: Arany
հայերեն: Ոսկի
Արեւմտահայերէն: Ոսկի
interlingua: Auro
Bahasa Indonesia: Emas
Iñupiak: Manik kaviqsuaq
Ilokano: Balitok
ГӀалгӀай: Дошув
Ido: Oro
italiano: Oro
日本語:
Patois: Guol
la .lojban.: solji
Jawa: Emas
ქართული: ოქრო
Kongo: Wolo
Gĩkũyũ: Gold
қазақша: Алтын
kalaallisut: Kuulti
ភាសាខ្មែរ: មាស
ಕನ್ನಡ: ಚಿನ್ನ
한국어:
Перем Коми: Зарни
कॉशुर / کٲشُر: سۄن
Ripoarisch: Jold
kurdî: Zêr
коми: Зарни
Кыргызча: Алтын
Latina: Aurum
Lëtzebuergesch: Gold
лакку: Муси
лезги: Къизил
Limburgs: Goud
Ligure: Öo
lumbaart: Or
lingála: Wólo
ລາວ: ທອງຄຳ
lietuvių: Auksas
latviešu: Zelts
मैथिली: सोना
мокшень: Зирня
Malagasy: Volamena
олык марий: Шӧртньӧ
македонски: Злато
മലയാളം: സ്വർണം
монгол: Алт
मराठी: सोने
кырык мары: Шӧртньӹ
Bahasa Melayu: Emas
Mirandés: Ouro
မြန်မာဘာသာ: ရွှေ
эрзянь: Сырне
Plattdüütsch: Gold
नेपाली: सुन
नेपाल भाषा: लुं
Nederlands: Goud
norsk nynorsk: Gull
norsk: Gull
Novial: Ore
Nouormand: Or
Diné bizaad: Óola
occitan: Aur
Livvinkarjala: Kuldu
ଓଡ଼ିଆ: ସୁନା
ਪੰਜਾਬੀ: ਸੋਨਾ
Kapampangan: Gintu
Papiamentu: Oro
पालि: औरियम
polski: Złoto
Piemontèis: Òr (element)
پنجابی: سونا
پښتو: سور زر
português: Ouro
Runa Simi: Quri
rumantsch: Aur
română: Aur
armãneashti: Malamâ
русский: Золото
русиньскый: Золото
संस्कृतम्: सुवर्णम्
саха тыла: Көмүс
ᱥᱟᱱᱛᱟᱲᱤ: ᱥᱚᱱᱟ
sardu: Oro
sicilianu: Oru
Scots: Gowd
سنڌي: سون
davvisámegiella: Golli
srpskohrvatski / српскохрватски: Zlato
Simple English: Gold
slovenčina: Zlato
slovenščina: Zlato
Soomaaliga: Dahab
shqip: Ari
српски / srpski: Злато
Sranantongo: Gowtu
Seeltersk: Gould
Sunda: Emas
svenska: Guld
Kiswahili: Dhahabu
தமிழ்: தங்கம்
ತುಳು: ಬಂಗಾರ್
తెలుగు: బంగారం
тоҷикӣ: Тилло
ไทย: ทองคำ
Tagalog: Ginto
Türkçe: Altın
татарча/tatarça: Алтын
ئۇيغۇرچە / Uyghurche: ئالتۇن
українська: Золото
اردو: سونا
oʻzbekcha/ўзбекча: Oltin
vèneto: Oro
vepsän kel’: Kuld
Tiếng Việt: Vàng
Volapük: Goldin
walon: Ôr
Winaray: Bulawan
吴语:
хальмг: Алтн
isiXhosa: Igolide
მარგალური: ორქო
ייִדיש: גאלד
Yorùbá: Wúrà
Vahcuengh: Gim
中文:
文言: 金 (元素)
Bân-lâm-gú: Kim
粵語:
isiZulu: Igolide