Gróprent

Gróprent af sveppnum Volvariella volvacea.

Gróprent er mikilvægt greiningartæki til að greina sveppategundir. Gróprent er gert með því að skera gróhirslu sveppsins (yfirleitt hattinn) af og leggja hana á blað sem er hálft hvítt og hálft í dökkum lit (eða bara hvítt). Oft er glas lagt yfir til að sveppurinn þorni síður. Þetta er skilið eftir yfir nótt. Þegar gróhirslan er tekin upp ættu gróin að sjást greinilega á pappírnum. Litur þeirra gefur mikilvæga vísbendingu um það af hvaða tegund sveppurinn er og einnig er hægt að flytja þau yfir á glerþynnu til rannsóknar í smásjá.

Other Languages
български: Споров прашец
čeština: Výtrusný prach
English: Spore print
español: Esporada
français: Sporée
hrvatski: Otisak spora
italiano: Sporata
日本語: 胞子紋
Nederlands: Sporenafdruk
português: Esporada
srpskohrvatski / српскохрватски: Otisak spora
српски / srpski: Отисак спора
svenska: Sporavtryck
українська: Відбиток спор
中文: 孢子印