Game of Thrones

„Game of Thrones“ getur einnig átt við sjónvarpsþættina Game of Thrones.

Game of Thrones er skáldsaga eftir bandaríska rithöfundinn George R.R. Martin. Sagan gerist í tilbúnum heimi sem er þó líkt miðaldasamfélagi í Evrópu og Rósastríðunum á 15. öld. Vetur og sumur skiptast ekki reglubundið á heldur geta varað árum saman. Töfrar og yfirnáttúrulegar verur eru hluti af heiminum. Sagan gerist að mestu á meginlandinu Westeros. Í margar aldir var Westeros samsett úr sjö sjálfstæðum konungsríkjum sem núna eru undir einni krúnu og er stýrt frá höfðuborginni Kings Landing.

Game of Thrones er fyrsta bindi í bókaflokknum A Song of Fire and Ice. Bókin kom fyrst út 6. ágúst 1996. Bókin vann Locus-verðlaunin árið 1997 og var tilnefnd til Nebula-verðlaunanna 1998 og World fantasy-verðlaunanna árið 1997. Í janúar 2011 komst bókin inn á New York Times listann yfir mest seldu bækurnar og náði fyrsta sæti listans í júlí 2011. Bókin er 73 kaflar og 804 blaðsíður (704 blaðsíður innbundin). Í bókinni eru þrír söguþræðir raktir samtímis, þar á meðal ættirnar í Westeros (houses of Westeros), Veggjarins og Targaryen-söguþráðurinn. Fyrsti söguþráðurinn gerist í hinum sjö ríkjum Westeros (Seven Kingdoms of Westeros)Gefin hafa verið út spil, borðleikir og hlutverkaleikir tengt efni bókarinnar og þann 17. apríl 2011 var frumsýndur fyrsti þátturinn í nýrri sjónvarpsþáttaröð á HBO sem heitir Game of Thrones.

Nafn bókarinnar kemur frá orðum einnar sögupersónunnar en í bókinni sakar Eddard Stark Cersei Lannister um svik, sifjaspell og framhjáhald og hún játar því og hún við hann: „Þegar þú leikur leikinn um krúnurnar, þá vinnur þú eða deyrð, það er ekkert þar á milli“.

Other Languages
العربية: لعبة العروش
asturianu: Xuegu de tronos
български: Игра на тронове
català: Joc de trons
čeština: Hra o trůny
español: Juego de tronos
עברית: משחקי הכס
한국어: 왕좌의 게임
Кыргызча: Тактылар оюну
македонски: Игра на тронови
português: A Game of Thrones
Simple English: A Game of Thrones
slovenščina: Igra prestolov
Türkçe: Taht Oyunları
українська: Гра престолів
Bân-lâm-gú: A Game of Thrones