Frederik Willem de Klerk

Frederik Willem de Klerk
F. W. de Klerk 2012.jpg
Forseti Suður-Afríku
Í embætti
15. ágúst 1989 – 10. maí 1994
Persónulegar upplýsingar
Fædd(ur)

18. mars 1936 (1936-03-18) (82 ára)

Jóhannesarborg, Suður-Afríku
StjórnmálaflokkurÞjóðernissinnaflokkur Suður-Afríku
Nýi þjóðernissinnaflokkur Suður-Afríku
StarfFyrrverandi forseti Suður-Afríku, stjórnmálamaður og lögfræðingur
Þekktur fyrirBaráttu gegn aðskilnaðarstefnunni
Undirskrift

Frederik Willem de Klerk (fæddur 18. mars 1936), oft þekktur sem F.W. de Klerk, var sjöundi og jafnframt seinasti forsetinn á tímum aðskilnaðarstefnunnar í Suður-Afríku. Hann gengdi embætti frá september 1989 til maí 1994. De Klerk var einnig leiðtogi Þjóðarflokks Suður-Afríku (sem varð svo seinna Nýi þjóðarflokkur Suður-Afríku) frá febrúar 1989 til september 1997.

De Klerk er þekktastur fyrir að hafa stuðlað að endalokum aðskilnaðarstefnunnar og fyrir framtak sitt við umbreytingu Suður-Afríku yfir í fjöl-kynþátta samfélag þar sem allir þegnar ríkissins, svartir sem hvítir, hafa sömu réttindi og tækifæri. Fyrir þessi verk hlaut hann Friðarverðlaun Félix Houphouët-Boigny árið 1991. Einnig hefur hann deilt tveimur verðlaunum með Nelson Mandela, Verðlaun prinsins af Austurríki árið 1992 og Friðarverðlaun Nóbels árið 1993.

De Klerk var einn af varaforsetum Suður-Afríku í stjórnartíð Nelsons Mandela og var hann orðinn síðasti hvíti maðurinn til að gegna því embætti þegar hann lét af störfum 1996. De Klerk dró sig alfarið úr stjórnmálum árið 1997.

Uppruni og ferill

De Klerk fæddist hjónunum Jan de Klerk og Corrie Coetzer í Jóhannesarborg 1934. Fjölskylda de Klerks var hin hefðbundna, hvíta, Suður-Afríska fjölskylda og því mjög íhaldssöm. Langafi de Klerks hafði verið öldungardeildarþingmaður, afi hans hafði farið tvisvar í framboð til þings og frænka hans hafði verið gift forsætisráðherra. Árið 1948, árið sem að Þjóðarflokkurinn vann stórsigur í al-hvítri kosningu þar sem aðal áhersluefni þeirra var að koma á aðskilnaðarstefnunni, var faðir de Klerks gerður að aðalritara flokksins í héraði þeirra, svo seinna að ráðherra og að lokum varð hann forseti öldungadeildarinnar. Bróðir de Klerks, Willem, er frjálslyndur blaðamaður og einn af stofnendum Suður-Afríska demókrataflokksins. De Klerk er stúdent frá Monument menntaskólanum í Krugersdorp. Hann útskrifaðist 1958 frá Potchefstroom háskóla með BA og LL.B gráður. Eftir útskriftina fór de Klerk að vinna sem lögfræðingur í Vereeniging. Árið 1959 giftist hann Marike Willemse. Saman eignuðust þau þrjú börn, tvo syni og eina dóttur.

De Klerk var fyrst kosinn í neðri deild þingsins árið 1969 og fór svo í ríkisstjórn 1978. Honum var boðin kennarastaða við Potchefstroom háskóla árið 1972 en hann hafnaði henni vegna setu á þingi. Árið 1978 var hann skipaður samskipta-og velferðarráðherra og árið eftir var hann gerður að orku-og umhverfismálaráðherra. Árið 1982 til 1985 var hann svo innanríkisráðherra og árið 1984 til 1989 skipaði hann embætti menntamálaráðherra.

Other Languages
беларуская (тарашкевіца)‎: Фрэдэрык Вілем дэ Клерк
Gàidhlig: F. W. de Klerk
Bahasa Indonesia: Frederik Willem de Klerk
Ripoarisch: Wellem de Klerk
Lëtzebuergesch: Frederik Willem de Klerk
Bahasa Melayu: F.W. de Klerk
română: F. W. de Klerk
srpskohrvatski / српскохрватски: F. W. de Klerk
Simple English: F. W. de Klerk
svenska: F.W. de Klerk
Tiếng Việt: Frederik Willem de Klerk