Filippus 3. Spánarkonungur

Filippus 3.

Filippus 3. Spánarkonungur eða Filippus 2. konungur Portúgals (spænska: Felipe III; portúgalska: Filipe II; 14. apríl 157831. mars 1621) var konungur Spánar og Portúgals frá 1598 til dauðadags. Hann var sonur Filippusar 2. og Önnu frá Austurríki. Hann giftist árið 1599 Margréti frá Styrju, systur Ferdinands 2. keisara.

Filippus 3. tók lítinn þátt í stjórnun ríkisins sem var í höndum Lerma hertoga. Spænsku Niðurlönd heyrðu undir systur hans, Ísabellu. Jafnræði var milli uppreisnarhéraðanna í norðri (Hollands) og spænsku héraðanna í suðri sem leiddi til stríðsþreytu og undirritun tólf ára vopnahlés árið 1609. Vopnahléð fól í reynd í sér viðurkenningu á sjálfstæði Hollands og markaði upphafið á landvinningum Hollendinga í Karíbahafi og Austur-Indíum.

1604 gerðu Spánn og England með sér bandalag með Lundúnasáttmálanum sem var grundvöllur fyrir bætt samskipti landanna og aukna verslun milli þeirra.

1618 sendi Filippus hersveitir undir stjórn Ambrosio Spinola til að aðstoða mág sinn gegn uppreisnarmönnum í Bæheimi.


Fyrirrennari:
Filippus 2.
Spánarkonungur
(1598 – 1621)
Eftirmaður:
Filippus 4.
Fyrirrennari:
Filippus 1.
Konungur Portúgals
(1598 – 1621)
Eftirmaður:
Filippus 3.


Other Languages
беларуская: Філіп III Іспанскі
български: Фелипе III
brezhoneg: Felipe III
eesti: Felipe III
Bahasa Indonesia: Felipe III dari Spanyol
한국어: 펠리페 3세
latviešu: Felipe III
македонски: Филип III (Шпанија)
srpskohrvatski / српскохрватски: Felipe III od Španije
српски / srpski: Филип III од Шпаније
Türkçe: III. Felipe
українська: Філіп III Побожний