Femínismi

Kröfuganga kvenna í Washingtonborg í Bandaríkjununm í ágúst 1970 við upphaf annarrar bylgju femínisma.

Femínismi er samheiti yfir ýmsar pólitískar og hugmyndafræðilegar stefnur, þar sem sóst er eftir og barist fyrir jafnrétti kynjanna í víðum skilningi. Meðal þess sem greinir á eru mismunandi skoðanir á því hvað ójafnrétti er, hvernig það lýsir sér og hvernig skuli unnið gegn því. Meðal algengra baráttumála femínista eru barátta fyrir jöfnum launum karla og kvenna, barátta gegn mansali, vændi, útlitsdýrkun og svonefndri „ klámvæðingu“ samfélagsins, barátta fyrir rétti til fóstureyðinga og rétti kvenna til menntunar, atvinnu og annarra tækifæra til jafns við karla og barátta fyrir jöfnum áhrifum kynjanna í stjórnmálum og viðskiptum.

Á heimasíðu Femínistafélagsins er skilgreining á femínista:

„Femínisti er karl eða kona sem veit að jafnrétti kynjanna hefur ekki verið náð og vill gera eitthvað í því.“

Tvær grunnhugmyndir femínsimans

Margir angar hafa sprottið út frá femínisma. Allir þessir angar eiga það þó sameiginlegt að byggja á annarri tveggja grunnhugmynda femínsmans. Þessar tvær grunnhugmyndir hafa ekki vakið jafn mikla umræðu alls staðar í heiminum en í Svíþjóð hefur umræðan um femínsima mjög tekið mið af þessum tveimur ólíku sjónarmiðum. Annars vegar er um að ræða þá afstöðu að kynin séu ólík með áherslu á líffræðilegan mun kynjanna. Hins vegar þá afstöðu að konur og karlar séu sama tegund, burtséð frá hinum augljósa líffræðilega mun kynjanna.

Áhersla á líffræðilegan mun kynjanna

Þetta sjónarmið femínisma tekur mið af þeim líffræðilega mun sem er á kynjunum. Hér er gengið út frá því að konur og karlar séu í eðli sínu ólík. Á þeim sé líffræðilegur munur sem að gerir þau mjög ólík og hefur gífurlega félagslega þýðingu. Mannskepnan er mótuð af skiptingu vinnunnar í því samfélagi sem hún lifir í, uppeldi og kynferði. Konur eru því mótaðar af því hlutverki sínu að fæða börn. Þær sinna því öðrum störfum en mennirnir og hafa því aðra reynslu en þeir. Þær gefa hins vegar jafn mikið af sér til samfélagsins og eru þar af leiðandi jafn mikils virði og karlarnir.

Aðalpunkturinn hér er því að ná jafnrétti með því að hífa náttúrulega eiginleika konunnar upp á sama stall eiginleika karla. Þær vekja athygli á kynjamuninum því að þær vilja halda honum. Mikil áhersla er hér á móðurhlutverkið.

Áhersla á að konur og karlar séu eins

Þetta sjónarmið femínsimans gengur út á að konur og karlar séu í grundvallaratriðum eins, fyrir utan hinn augljósa líffræðilega mun. Þessi munur er álitinn lítilvægur. Hér er litið svo á að sá munur sem að er á kynjunum í samfélaginu sé félagslega skapaður og þar með menningarbundinn. Áherslan hér er því á umhverfið í stað líffræðinnar. Kynin eiga því að njóta sömu tækifæra í lífinu og vera jöfn á öllum stigum samfélagsins. Hér er þess vegna ekki tekið tillit til sameiginlegrar reynslu kvenna.

Femínismahreyfingar sem byggja á því sjónarmiði að konur og karlar séu eins eru ríkjandi í dag. Hins vegar byggði til dæmis Kvennalistinn á Íslandi á sjónarmiðinu um líffræðilegan mun kynjanna þegar hann var og hét.

Other Languages
Afrikaans: Feminisme
Alemannisch: Feminismus
aragonés: Feminismo
العربية: نسوية
asturianu: Feminismu
azərbaycanca: Feminizm
تۆرکجه: فمینیزم
башҡортса: Феминизм
Boarisch: Feminismus
žemaitėška: Femėnėzmos
беларуская: Фемінізм
беларуская (тарашкевіца)‎: Фэмінізм
български: Феминизъм
भोजपुरी: नारीवाद
বাংলা: নারীবাদ
brezhoneg: Gwregelouriezh
bosanski: Feminizam
буряад: Феминизм
català: Feminisme
нохчийн: Феминизм
کوردی: فێمینیزم
čeština: Feminismus
dansk: Feminisme
Deutsch: Feminismus
Zazaki: Feminizm
Ελληνικά: Φεμινισμός
English: Feminism
Esperanto: Feminismo
español: Feminismo
eesti: Feminism
euskara: Feminismo
estremeñu: Feminismu
فارسی: فمینیسم
suomi: Feminismi
Võro: Feminism
français: Féminisme
Frysk: Feminisme
Gaeilge: Feimineachas
galego: Feminismo
گیلکی: فمنيسم
Avañe'ẽ: Kuñareko
עברית: פמיניזם
हिन्दी: नारीवाद
Fiji Hindi: Feminism
hrvatski: Feminizam
magyar: Feminizmus
Հայերեն: Ֆեմինիզմ
interlingua: Feminismo
Bahasa Indonesia: Feminisme
Interlingue: Feminisme
Ilokano: Peminismo
italiano: Femminismo
Patois: Feminizim
ქართული: ფემინიზმი
қазақша: Феминизм
한국어: 여성주의
Kurdî: Femînîzm
Latina: Feminismus
Limburgs: Feminisme
lietuvių: Feminizmas
latviešu: Feminisms
मैथिली: नारीवाद
македонски: Феминизам
Bahasa Melayu: Feminisme
Mirandés: Femenismo
မြန်မာဘာသာ: အမျိုးသမီးဝါဒ
مازِرونی: فیمینیسم
नेपाली: नारीवाद
नेपाल भाषा: मिसावाद
Nederlands: Feminisme
norsk nynorsk: Feminisme
norsk: Feminisme
Novial: Feminisme
occitan: Feminisme
ଓଡ଼ିଆ: ନାରୀବାଦ
ਪੰਜਾਬੀ: ਨਾਰੀਵਾਦ
polski: Feminizm
Piemontèis: Feminism
پنجابی: فیمینزم
پښتو: فیمینزم
português: Feminismo
română: Feminism
русский: Феминизм
русиньскый: Фемінізм
саха тыла: Феминизм
sicilianu: Fimminismu
Scots: Feminism
srpskohrvatski / српскохрватски: Feminizam
Simple English: Feminism
slovenčina: Feminizmus (hnutie)
slovenščina: Feminizem
shqip: Feminizmi
српски / srpski: Феминизам
svenska: Feminism
Kiswahili: Ufeministi
తెలుగు: స్త్రీవాదం
Tagalog: Peminismo
Türkçe: Feminizm
татарча/tatarça: Феминизм
ئۇيغۇرچە / Uyghurche: فېمىنىزم
українська: Фемінізм
اردو: نسائیت
walon: Feminisse
Winaray: Feminismo
吴语: 女权主义
ייִדיש: פעמיניזם
中文: 女性主義
Bân-lâm-gú: Lú-sèng-chú-gī
粵語: 女性主義