Endurreisnin

Vitrúvíski maðurinn eftir Leonardo da Vinci.

Endurreisn eða endurreisnartímabilið var tímabil í mannkynssögu, sem tók við af miðöldum. Það var blómaskeið í listum og vísindum, sem hafði töluverða hliðsjón af listum og hugmyndum Forn-Grikkja og Rómverja. Endurreisnin er venjulega talin hefjast á Ítalíu á 14. öld og hafi síðan borist þaðan um Evrópu allt til síðari hluta 16.aldar og því staðið frá síðmiðöldum fram á nýöld. Ítalska skáldið Dante Alighieri er oft talinn standa á mörkum miðalda og endurreisnar og skáldið Francesco Petrarca hefur verið kallaður fyrsti endurreisnarmaðurinn. Stundum hefur endurreisnin verið nefnd Endurlífgunaröld eða Endurfæðingin á íslensku. Það er þó sjaldgæft.

Myndlist endureisnartímans einkenndist af nýjungum sem oft áttu sér þó fornar rætur. Myndlistin á þessum tíma fór að verða afar sérkennileg. Endurreisnin er tími ólíumálverka en áður höfðu litir verið búnir til með því að blanda dufti og eggjum. Endurreisnin var einnig tími tréristumynda sem voru prentaðir á pappír og koparstunga sem var enn ein nýjung í myndlist endurreisnartímans   

Endurreisnamálarar fóru einnig að mála óhefbundin myndefni. Á Ítalíu var byrjað að mála myndir af fólki, landslagsmyndir og kyrralífsmyndir. Trúarleg verk miðalda víkja þó ekki alfarið fyrir sín endurreisnarinnar sem var veraldlegri. Könnun á ítölskum málverkum sem máluð voru á árunum 1420-1520 sýnir að veraldleg viðfangsefni jukust eingöngu úr 5% í 20%.

Flest allir endurreisnarmálar tóku upp á því að kryfja lík til að geta dregið upp nákvæmari mynd af mannslíkamanum. Myndir fóru að vera fullkomnari og raunverulegri en áður. Á þessum tíma má segja að listamennirnir hafa verið frjálsari en áður. Það var komið að þeim til að sanna sig fyrir ríka og fræga fólkinu í staðin fyrir að vera bara skipað að gera eitthvað. Myndirnar sögðu meira og allar myndir táknuðu eitthvað sérstakt. Það var lögð mikil áhersla á bakgrunninn á myndlistinni og það voru sýndar mjög miklar tilfinningar fyrir myndunum.

Giorgio Vasari

Upphaflega var hugtakið endurreisn (rinascimento sem þýðir orðrétt endurfæðing) notað af Giorgio Vasari sem ritaði æviþætti um helstu listamenn Ítalíu á 16. öld og þá í þeirri merkingu að í myndlist hefðu menn aftur tekið upp listræn viðmið, tækni og viðhorf sem ríktu á klassíska tímanum. Hugtakið var fyrst og fremst notað í listasögu fram til síðari hluta 19. aldar þegar sagnfræðingar tóku að nota það til að lýsa einhvers konar vatnaskilum sem skildu milli hinna myrku miðalda og nútímans.

Á meðan list miðalda einkenndist af trúarlegri innri leit þá einkennist list á endurreisnartímanum af veraldlegri sýn, athyglin beinist að hinu jarðneska lífi og manninum. Húmanismi, mannhyggja eða manngildisstefna var megin menntastefna endurreisnarinnar.

Á endurreisninni var tekið að líta á hið einstaka sem lykil að hinu almenna og áhersla lögð á vísindarannsóknir og beinar athuganir á náttúrunni.

Það voru notaðir sérstakir sterkir litir, og notaðir olíulitir. Höggmyndalistin varð mjög vinsæl, margar myndir urðu mjög mikilvægar og vinsælar til dæmis eins og Portrett- myndir verða vinsælar og fólk fer að hafa meiri áhuga á þeim. Það varð allt fjölbreyttara til dæmis það að myndefni var meira en það var áður fyrr og það var mikið af listum og myndefnum sem voru ekki til áður fyrr. Það þótti mjög áhugavert að sækja oft myndefnið til fornaldar sem endurreisnarmönnum þótti svo áhugavert að gera.

Gullinsnið var eitt af því sem endurreisnarmenn sóttu til Forn Grikkja og notuðu bæði í arkítektúr og málverkum.

  • heimildir

Heimildir

Other Languages
Afrikaans: Renaissance
Alemannisch: Renaissance
አማርኛ: ዘመነ ህዳሴ
aragonés: Renaiximiento
العربية: عصر النهضة
asturianu: Renacimientu
azərbaycanca: İntibah dövrü
تۆرکجه: رونسانس
башҡортса: Яңырыу
Boarisch: Renaissance
žemaitėška: Renesansos
беларуская: Адраджэнне
беларуская (тарашкевіца)‎: Адраджэньне
български: Ренесанс
বাংলা: রেনেসাঁস
brezhoneg: Azginivelezh
bosanski: Renesansa
català: Renaixement
Mìng-dĕ̤ng-ngṳ̄: Ùng-ngiê-hók-hĭng
Cebuano: Renasans
کوردی: ڕینێسانس
čeština: Renesance
Чӑвашла: Ренессанс
Cymraeg: Dadeni Dysg
Deutsch: Renaissance
Ελληνικά: Αναγέννηση
English: Renaissance
Esperanto: Renesanco
español: Renacimiento
eesti: Renessanss
euskara: Pizkundea
فارسی: رنسانس
Võro: Renessanss
føroyskt: Renessansan
furlan: Rinassiment
galego: Renacemento
עברית: רנסאנס
हिन्दी: पुनर्जागरण
Fiji Hindi: Renaissance
hrvatski: Renesansa
Kreyòl ayisyen: Renesans
magyar: Reneszánsz
հայերեն: Վերածնունդ
interlingua: Renascentia
Bahasa Indonesia: Abad Renaisans
Ilokano: Renasimiento
italiano: Rinascimento
日本語: ルネサンス
Patois: Renesans
Basa Jawa: Abad Renaisans
ქართული: რენესანსი
қазақша: Ренессанс
한국어: 르네상스
kurdî: Ronesans
Кыргызча: Кайра жаралуу
Lëtzebuergesch: Renaissance
лезги: Ренессанс
Lingua Franca Nova: Renase
Limburgs: Renaissance
Ligure: Renascimento
lumbaart: Renassiment
lietuvių: Renesansas
latviešu: Renesanse
македонски: Ренесанса
Bahasa Melayu: Zaman Pembaharuan
Mirandés: Renacimiento
مازِرونی: رنسانس
Plattdüütsch: Renaissance
Nedersaksies: Renaissance
Nederlands: Renaissance
norsk nynorsk: Renessansen
occitan: Renaissença
Picard: Ernaiçance
polski: Renesans
Piemontèis: Arnassensa
پنجابی: نشاۃ ثانیہ
português: Renascimento
rumantsch: Renaschientscha
română: Renașterea
русский: Возрождение
русиньскый: Ренесанція
саха тыла: Ренессанс
sicilianu: Rinascimentu
srpskohrvatski / српскохрватски: Renesansa
සිංහල: පුනරුදය
Simple English: Renaissance
slovenčina: Renesancia
slovenščina: Renesansa
shqip: Rilindja
српски / srpski: Ренесанса
Seeltersk: Renaissance
svenska: Renässansen
Kiswahili: Renaissance
Türkmençe: Wozroždeniýe
Tagalog: Renasimiyento
Türkçe: Rönesans
українська: Відродження
oʻzbekcha/ўзбекча: Uygʻonish davri
vèneto: Rinasimento
Tiếng Việt: Phục Hưng
West-Vlams: Renaissance
Winaray: Renasimyento
吴语: 文艺复兴
მარგალური: რენესანსი
ייִדיש: רענעסאנס
中文: 文艺复兴
文言: 文藝復興
Bân-lâm-gú: Bûn-gē ho̍k-heng
粵語: 文藝復興