Efnahagur Íslands

Uppskipunarhöfnin Sundahöfn. Ísland er háð innflutningi á ýmsum varningi sem ekki er framleiddur innanlands.

Efnahagur Íslands er lítill í alþjóðlegum samanburði. Mældur á mælikvarða S.Þ. um lífsgæði er efnahagur Íslands sá þróaðasti í heimi. Verg landsframleiðsla var 1.279.379 milljónir króna árið 2007. Vinnuafl taldist vera 179.800, atvinnuleysi 1,9%.[1] Gjaldmiðill Íslands er íslensk króna, hún er sjálfstæð og fljótandi[2], þ.e.a.s. ekki beint háð eða bundin við annan gjaldmiðil.

Líkt og á öðrum Norðurlöndum er blandað hagkerfi á Íslandi, þ.e. kapitalískt markaðskerfi í bland við velferðarkerfi. Nokkuð dró úr hagvexti á árunum 2000 til 2002, en árið 2002 var hann neikvæður um 0,6%, frá 2003 hefur hagvöxtur hins vegar verið drjúgur en efnahagur í samanburði við nágrannalönd einkennst af óstöðugleika. Í lok árs 2013 var vinnuaflið um 182 þúsund manns, þar af voru um 35 þúsund stöðugildi hjá hinu opinbera, um 16 þúsund hjá ríkinu og rúmlega 20 þúsund hjá sveitarfélögum.[3]

Other Languages