Efnafræði
English: Chemistry

Efnafræði rannsakar efni, efnahvörf og orku.

Efnafræði er sú grein vísindanna sem fjallar um þau efni, sem finnast í heiminum, jafnt frumefni sem samsett efni.

Þær eindir sem efnafræðin fæst við eru frumeindir (atóm) og sameindir. Frumeindirnar eru samsettar úr þremur gerðum smærri einda - rafeindum, róteindum, og nifteindum. Nifteindir og róteindir koma ekki fyrir í efnahvörfum nema í kjarnefnafræði þó er undantekning: stakar róteindir sem eru í raun H+ jónir gera það aftur á móti í sýru-basa hvörfum.

Frumefnunum er skipt upp í töflu sem sýnir eiginleika þeirra og byggingu. Dímítrí Mendeléf kynnti þessa töflu fyrstur manna til sögunnar og kom hún í stað margra fyrri tilrauna manna til þess að búa til slíka töflu. Taflan er þekkt sem lotukerfið, stundum kölluð frumefnataflan.

Frumeindir (atóm) tengjast saman og mynda stærri eindir sem kallast sameindir. Til dæmis er súrefni, sem er táknað í lotukerfinu með bókstafnum O, svo til aldrei fljótandi um eitt og sér í náttúrunni, heldur eru yfirleitt tvö súrefnisatóm samföst - ritað sem sameindaformúla: O2. Eitt af algengustu efnasamböndum náttúrunnar hér á jörð er vatn, sem er samsett úr tveimur vetnisfrumeindum (H) og einni af súrefni: H2O.

Efnafræðitilraunir eru oft framkvæmdar við ákveðinn hita og loftþrýsting, s.k. staðalaðstæður.

Undirgreinar efnafræðinnar

Efnafræðin er yfirleitt flokkuð í eftirfarandi fimm aðalsvið. Sum þeirra skarast við aðrar vísindagreinar meðan önnur eru sérhæfðari:

Efnagreining 
Efnagreining er greining sýna til þess að fá upplýsingar um efnainnihald þeirra og byggingu.
Ólífræn efnafræði 
Ólífræn efnafræði fjallar meðal annars um eiginleika og hvörf ólífrænna efnasambanda. Stór þáttur greinarinnar er kristallafræði og sameindasvigrúm. Skilin milli lífrænnar og ólífrænnar efnafræði eru mjög óskýr enda skarast greinarnar í málm-lífrænni efnafræði.
Lífræn efnafræði 
Lífræn efnafræði fjallar aðallega um byggingu, eiginleika, samsetningu og efnahvörf lífrænna efnasambanda. Lífræn efnafræði fjallar sérstaklega um þær sameindir sem innihalda kolefni. Lífræn efni eru ekkert endilega meira lifandi en önnur, en ástæða nafngiftarinnar er að þau greindust fyrst í lífverum. Dæmi um lífræn efni eru plöst, fitur og olíur.
Eðlisefnafræði 
Eðlisefnafræði fæst einkum við eðlisfræði efnafræðinnar, þá sérstaklega orkuástönd efnahvarfa. Aðalrannsóknarsviðin innan eðlisefnafræðinnar eru meðal annars safneðlisfræði, hvarfhraðafræði, varmaefnafræði, skammtafræðileg efnafræði og litrófsgreining.
Lífefnafræði 
Lífefnafræði fæst við efnahvörf, sem eiga sér stað inni í lífverum og eru oftast hvötuð af ensímum. Einnig er bygging efna og virkni þeirra skoðuð. Þetta eru efni á borð við prótein, lípíð, kjarnsýrur og aðrar lífsameindir.
Aðrar sérhæfðari greinar eru meðal annars hafefnafræði, kjarnefnafræði, fjölliðuefnafræði, efnaverkfræði og fleiri greinar.
Other Languages
Afrikaans: Chemie
Alemannisch: Chemie
aragonés: Quimica
العربية: كيمياء
ܐܪܡܝܐ: ܟܝܡܝܐ
مصرى: كيميا
asturianu: Química
авар: Химия
azərbaycanca: Kimya
تۆرکجه: شیمی
башҡортса: Химия
Boarisch: Kemii
žemaitėška: Kemėjė
беларуская: Хімія
беларуская (тарашкевіца)‎: Хімія
български: Химия
Bislama: Kemistri
Banjar: Kimia
বাংলা: রসায়ন
brezhoneg: Kimiezh
bosanski: Hemija
буряад: Хими
català: Química
Mìng-dĕ̤ng-ngṳ̄: Huá-hŏk
Cebuano: Kimika
کوردی: کیمیا
corsu: Chimica
čeština: Chemie
kaszëbsczi: Chemijô
Чӑвашла: Хими
Cymraeg: Cemeg
dansk: Kemi
Deutsch: Chemie
Thuɔŋjäŋ: Piöcëkätiɔɔp
Zazaki: Kimya
ދިވެހިބަސް: ކީމިއާއީ އިލްމު
Ελληνικά: Χημεία
English: Chemistry
Esperanto: Kemio
español: Química
eesti: Keemia
euskara: Kimika
estremeñu: Química
فارسی: شیمی
suomi: Kemia
Võro: Keemiä
føroyskt: Evnafrøði
français: Chimie
arpetan: Ch·imie
Nordfriisk: Chemii
furlan: Chimiche
Frysk: Skiekunde
Gaeilge: Ceimic
贛語: 化學
Gàidhlig: Ceimigeachd
galego: Química
Avañe'ẽ: Kimikuaa
Gaelg: Kemmig
Hausa: Kimiyya
客家語/Hak-kâ-ngî: Fa-ho̍k
Hawaiʻi: Kemika
עברית: כימיה
Fiji Hindi: Rasayan vigyan
hrvatski: Kemija
Kreyòl ayisyen: Chimi
magyar: Kémia
հայերեն: Քիմիա
Արեւմտահայերէն: Քիմիագիտութիւն
interlingua: Chimia
Bahasa Indonesia: Kimia
Interlingue: Chimie
Ilokano: Kímika
Ido: Kemio
italiano: Chimica
日本語: 化学
Patois: Kimischri
la .lojban.: xumske
Jawa: Kimia
ქართული: ქიმია
Qaraqalpaqsha: Ximiya
Taqbaylit: Takrura
Kabɩyɛ: Siimii lɛɣtʋ
Gĩkũyũ: Kemu
қазақша: Химия
ភាសាខ្មែរ: គីមីវិទ្យា
한국어: 화학
kurdî: Kîmya
kernowek: Kymystry
Кыргызча: Химия
Latina: Chemia
Ladino: Kemika
Lëtzebuergesch: Chimie
лезги: Химия
Lingua Franca Nova: Cimica
Luganda: Ebyobuziba
Limburgs: Chemie
Ligure: Chimica
lumbaart: Chímica
lingála: Kémi
لۊری شومالی: کیمیا دونسمٱنی
lietuvių: Chemija
latviešu: Ķīmija
Basa Banyumasan: Kimia
мокшень: Кимиесь
Malagasy: Simia
олык марий: Химий
Minangkabau: Kimia
македонски: Хемија
മലയാളം: രസതന്ത്രം
монгол: Хими
Bahasa Melayu: Kimia
Malti: Kimika
Mirandés: Química
မြန်မာဘာသာ: ဓာတုဗေဒ
مازِرونی: شیمی
Plattdüütsch: Chemie
Nedersaksies: Scheikunde
नेपाल भाषा: रसायनशास्त्र
Nederlands: Scheikunde
norsk nynorsk: Kjemi
norsk: Kjemi
Novial: Kemie
Nouormand: Chimie
Sesotho sa Leboa: Khemistri
occitan: Quimia
Oromoo: Kemistirii
Ирон: Хими
Picard: Kémie
Norfuk / Pitkern: Kemistrii
polski: Chemia
پنجابی: کیمسٹری
پښتو: کيميا
português: Química
Runa Simi: Chaqllisinchi
română: Chimie
armãneashti: Chimie
русский: Химия
русиньскый: Хемія
संस्कृतम्: रसतन्त्रम्
саха тыла: Химия
sardu: Chìmica
sicilianu: Chìmica
Scots: Chemistrie
srpskohrvatski / српскохрватски: Hemija
Simple English: Chemistry
slovenčina: Chémia
slovenščina: Kemija
Gagana Samoa: Kemisi
chiShona: Chemishonga
Soomaaliga: Kimisteri
shqip: Kimia
српски / srpski: Хемија
SiSwati: Ikhemisi
Seeltersk: Chemie
Sunda: Kimia
svenska: Kemi
Kiswahili: Kemia
ślůnski: Chymijo
tetun: Kímika
тоҷикӣ: Кимиё
ไทย: เคมี
Türkmençe: Himiýa
Tagalog: Kimika
Tok Pisin: Kemistri
Türkçe: Kimya
Xitsonga: Ntivo-Mirhi
татарча/tatarça: Химия
удмурт: Химия
українська: Хімія
اردو: کیمیا
oʻzbekcha/ўзбекча: Kimyo
vèneto: Chìmega
vepsän kel’: Himii
Tiếng Việt: Hóa học
Volapük: Kiemav
walon: Tchimeye
Winaray: Kímika
吴语: 化學
isiXhosa: IKhemistri
მარგალური: ქიმია
ייִדיש: כעמיע
Yorùbá: Kẹ́místrì
Vahcuengh: Vayoz
Zeêuws: Scheikunde
中文: 化學
文言: 化學
Bân-lâm-gú: Hòa-ha̍k
粵語: 化學