Digimon Frontier

Digimon Frontier er fjórða Digimon serían og er hún algerlega óháð hinum seríunum. Serían hefur fimmtíu þætti og var sá fyrsti sýndur 7. apríl 2002 á Fuji TV.

Nokkrir krakkar komast í stafræna heiminn og finna digisálir hinna tíu forna stríðsmannana, sem leyfa þeim að breytast í digimona.

Persónur

Kanbara Takuya

Takuya er hugrakkur strákur, 10 ára að aldri. Hann er leiðtogi krakkana en er sífelt að rífast við Kouji. Efnið hans er eldur og breytist hann í Agnimon og Vritramon.

Minamoto Kouji

Kouji er í upphafi svokallaður félagsskítur. Hann er oft að rífast við Takuya. Kouji er 10 ára og efnið hans er ljós. Hann breytist í Wolfmon og Garmmon.

Orimoto Izumi

Izumi (en. Zoe) er eina stelpan í hópnum. Hún er 11 ára gömul og efnið hennar er vindur. Hún getur breyst í Fairymon og Shutumon.

Shibayama Junpei

Junpei (en. JP) er lífsglaður strákur með aðeins ofþyngd. Hann er skotinn í Izumi, en hún ekki í hann. Með 12 árum er hann elstur í hópnum og efnið hans er elding. Junpei breytist í Blitzmon og Bolgmon.

Himi Tomoki

Tomoki (en. Tommy) er sá yngsti í hópnum og er sífelt að skræla. Hann er einungis 9 ára gamall og breytist í Chakkumon og Blizzarmon. Efnið hans er ís.

Bokomon og Neemon

Tveir digimonar, sem fylgja krökkunum sífelt og útskíra þeim hvernig hlutirnir virka í stafræna heiminum.

Kimura Kouichi

Kouichi er mjög einmana. Hann elskar móður sína heitt og er reiður á bróðir sínum og föður að skilja þau eftir. Hann ásakar þau fyrir það að móðir hans er óhamingjusöm. Kouichi er 10 ára að aldri og breytist í Löwemon og Kaiser Leomon með efninu myrkur. Þó í upphafi er hann Duskmon.

Grottomon

Grottomon er illur digimoni með efninu mold. Hann breytist í Gigasmon.

Arbormon

Arbormon er illur digimoni með efninu timbur. Hann breytist í Petaldramon.

Ranamon

Ranamon er illur digimoni með efninu vatn. Hún breytist í Calmaramon.

Mercuremon

Mercuremon er illur digimoni með efninu málm. Hann breytist í Sefirotmon.

Duskmon

Duskmon er illur digimoni með efninu myrkur. Hann breytist í Velgmon, en verður seinna Löwemon.