Carrie Underwood

Carrie Underwood
Carrie Underwood
Underwood á forsýningu American Idol Experience
FæddCarrie Marie Underwood
10. mars 1983 (1983-03-10) (36 ára)
Fáni Bandaríkjana Muskogee, Oklahoma
Þekkt fyrirSöngkona, lagahöfundur
Starf/staðaSöngkona, lagahöfundur, leikkona

Carrie Marie Underwood (fædd 10. mars 1983) er bandarísk kántrísöngkona, lagahöfundur og leikkona. Ferill hennar hófst þegar hún stóð uppi sem sigurvegari fjórðu þáttaraðar American Idol árið 2005. Síðan þá hefur Underwood átt mikill velgengni að fagna sem söngkona og hefur til að mynda unnið nokkur Grammy- og Billboard-tónlistarverðlaun sem og Bandarísku tónlistarverðlaunin en einnig verið tilnefnd til Golden Globe-verðlaunanna. Hún hefur einnig þrisvar sinnum unnið Academy of Country Music (ACM)- og Country Music Association Female Vocalist-verðlaun og hefur tvisvar sinnum unnið verðlaun ACM sem skemmtikraftur ársins. Hún er fyrsta söngkona sögunnar til að vinna ACM-verðlaun tvö ár í röð sem skemmtikraftur ársins (2009/10). Underwood var gerð að meðlimi í Grand Ole Opry árið 2008. Hún var einnig tekin inn í tónlistarfrægðarhöllina í Oklahoma árið 2009.

Fyrsta plata hennar, Some Hearts, kom út árið 2005. Smáskífurnar "Before He Cheats" og "Jesus, Take the Wheel" hlutu miklar vinsældir, og varð platan hraðseldasta frumraun kántrílistamanns í sögu SoundScan. Platan varð söluhæsta frumraun söngkonu í sögu kántrítónlistar og er platan einnig söluhæsta kántríplata síðustu tíu ára. Underwood vann þrenn Grammy-verðlaun fyrir plötuna, þ.á m. sem besti nýi listamaðurinn. Önnur plata hennar, Carnival Ride kom út árið 2007 og hafa fáar plötur kántrísöngkvenna selst jafn vel fyrstu vikuna og síðar fékk Underwood tvenn Grammy-verðlaun, fyrir smáskífurnar "Last Name" og "I Told You So". Árið 2010 kom út þriðja plata hennar, Play On og hlaut aðalsmáskífa hennar, "Cowboy Casanova", miklar vinsældir. Fjórða plata hennar, Blown Away kom út árið 2012 og var önnur söluhæsta plata söngkonu það árið. Hún vann Grammy-verðlaun fyrir titillag plötunnar, "Blown Away". Mikil plötusala og 100 milljóna dollara tekjur af tónleikaferðalögum hafa gert Underwood að farsælasta sigurvegara American Idol, vinsælasta keppanda American Idol og fjórða söluhætsta listamanni síðustu tíu ára. Underwood hefur selt fleiri en 30 milljónir smáskífa og 16 milljónir platna um allan heim.

Tónlistargagnrýnendur lýsa henni sem ríkjandi drottningu kántrítónlistar og er hún eini kántrílistamaðurinn sem átti lag á toppi bandaríska vinsældarlistans á síðasta áratug. Hún er einnig sú kántrísöngkona sem hefur átt flest lög á toppi bandaríska kántrílistans frá því árið 1991, en hún hefur komið tólf lögum á toppinn og bætti þar með sitt eigið met. Some Hearts var valin besta kántríplata 2000-áratugarins af Billboard. Forbes metur að Underwood sé 100 milljóna dala virði.

Other Languages