Carolus Linnaeus

Málverk af Linné eftir Alexander Roslin frá 1775.

Carolus Linnaeus eða Carl von Linné (23. maí 170710. janúar 1778) var sænskur grasafræðingur og læknir sem lagði grunninn að nútímaflokkunarfræði lífvera. Hann er líka álitinn einn af upphafsmönnum vistfræðinnar og mikilvægur boðberi upplýsingarinnar á Norðurlöndum.

Hann lærði grasafræði við Háskólann í Lundi og varð sannfærður um að lykillinn að flokkun blóma lægi í fræflum og frævum þeirra. Um þetta skrifaði hann ritgerð sem varð til þess að hann fékk stöðu aðstoðarprófessors við háskólann. Hann fékk styrk til rannsókna í Lapplandi, sem þá var að miklu leyti ókannað, og ritaði eftir þá reynslu bókina Flora Lapponica, sem kom út árið 1737.

Eftir þetta flutti Linné til Hollands þar sem Jan Frederik Gronovius sýndi honum drög sín að bók um flokkunarfræði, Systema Naturae. Í bókinni voru langar latneskar lýsingar, sem notaðar voru á þeim tíma, svo sem „physalis amno ramosissime ramis angulosis glabris foliis dentoserratis“, styttar í tveggja nafna kerfi þar sem fyrra nafnið átti við ættkvísl og það síðara við tegund: Physalis angulata. Slíkt tveggja nafna kerfi höfðu Bauthin-bræður, Gaspar og Johann Bauthin, fyrst notað 200 árum fyrr, en það var Linné sem gerði notkun þess almenna meðal líffræðinga.

Linné giftist 1739 og tveimur árum síðar fékk hann stöðu við læknisfræðideild Uppsalaháskóla, en skipti fljótlega yfir í stöðu innan grasafræðinnar. Hann hélt áfram vinnu sinni við flokkun lífvera og færði sig út í flokkun spendýra og steinda.

Árið 1757 aðlaði Adolf Friðrik Svíakonungur hann og tók hann þá upp nafnið „von Linné“. Faðir hans, sem var prestur, hét upphaflega Nils Ingemarsson en hafði tekið upp eftirnafnið Linnaeus (linditré) eftir ættaróðalinu Linnegård þar sem honum þótti það betur hæfa presti.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að .
Other Languages
Afrikaans: Carolus Linnaeus
Alemannisch: Carl von Linné
aragonés: Carl von Linné
asturianu: Carl von Linné
azərbaycanca: Karl Linney
تۆرکجه: کارل لینه
башҡортса: Карл Линней
Boarisch: Carl von Linné
žemaitėška: Karls Liniejos
беларуская: Карл Ліней
беларуская (тарашкевіца)‎: Карл Лінэй
български: Карл Линей
brezhoneg: Carl von Linné
bosanski: Carl von Linné
Mìng-dĕ̤ng-ngṳ̄: Carl Linnaeus
нохчийн: Линней, Карл
corsu: Linneu
čeština: Carl Linné
kaszëbsczi: Karol Linneùsz
Чӑвашла: Линней Карл
dolnoserbski: Carl von Linné
English: Carl Linnaeus
Esperanto: Karolo Lineo
español: Carlos Linneo
euskara: Lineo
estremeñu: Carl von Linné
فارسی: کارل لینه
français: Carl von Linné
Nordfriisk: Carl von Linné
Gàidhlig: Carl von Linné
Avañe'ẽ: Carolus Linnaeus
客家語/Hak-kâ-ngî: Carl Linnaeus
Fiji Hindi: Carl Linnaeus
hrvatski: Carl Linné
hornjoserbsce: Carl von Linné
հայերեն: Կառլ Լիննեյ
interlingua: Carl von Linné
Bahasa Indonesia: Carolus Linnaeus
italiano: Linneo
Basa Jawa: Carolus Linnaeus
ქართული: კარლ ლინე
Kabɩyɛ: Carl von Linne
қазақша: Карл Линней
한국어: 칼 폰 린네
Кыргызча: Карл Линней
Lëtzebuergesch: Carl von Linné
Limburgs: Carl Linnaeus
lumbaart: Carl von Linné
lingála: Carl von Linné
lietuvių: Carl von Linné
latviešu: Kārlis Linnejs
Malagasy: Carl von Linné
олык марий: Линне Карыл
Baso Minangkabau: Carolus Linnaeus
македонски: Карл Лине
монгол: Карл Линней
Bahasa Melayu: Carl Linnaeus
Mirandés: Carolus Linnaeus
မြန်မာဘာသာ: ကားလ် လင်းနီးယပ်
Dorerin Naoero: Carl Linnaeus
Napulitano: Carl von Linné
Plattdüütsch: Carl von Linné
Nedersaksies: Carolus Linnaeus
नेपाल भाषा: कारोलस लिनियस
Nederlands: Carl Linnaeus
norsk nynorsk: Carl von Linné
Livvinkarjala: Carl Linnaeus
Kapampangan: Carolus Linnaeus
Piemontèis: Carl von Linné
پنجابی: کارل لنیاس
português: Carolus Linnaeus
Runa Simi: Carl von Linné
română: Carl Linné
armãneashti: Carolus Linnaeus
русский: Линней, Карл
русиньскый: Карл Лінней
संस्कृतम्: केरोलस् लीनियस्
саха тыла: Карл Линней
sicilianu: Carolus Linnaeus
srpskohrvatski / српскохрватски: Carolus Linnaeus
Simple English: Carolus Linnaeus
slovenčina: Carl Linné
slovenščina: Carl Linnaeus
shqip: Karl Lineu
српски / srpski: Карл фон Лине
Seeltersk: Carolus Linnaeus
Basa Sunda: Carolus Linnaeus
Kiswahili: Carl Linnaeus
ślůnski: Carl von Linné
тоҷикӣ: Карл Линней
Türkmençe: Karl Linneý
Tagalog: Carl Linnaeus
Türkçe: Carl Linnaeus
татарча/tatarça: Карл Линней
українська: Карл Лінней
oʻzbekcha/ўзбекча: Carl Linnaeus
vepsän kel’: Linnei Karl
Tiếng Việt: Carl Linnaeus
West-Vlams: Carolus Linnaeus
Winaray: Carl Linnaeus
მარგალური: კარლ ლინე
Yorùbá: Carl Linnaeus
Bân-lâm-gú: Carolus Linnaeus
粵語: 林奈