Birtíngur

Nóvellan Birtíngur, eða Candide ou l'Optimisme eins og hún nefnist á frummálinu, er frönsk satíra (háðsádeila) rituð árið 1759 af Voltaire, kunnum rithöfundi og heimspekingi frá dögum Upplýsingarinnar. Voltaire var bæði skáld og fræðimaður og ritaði um allt milli himins og jarðar. Hann barðist ötullega gegn harðstjórn, hjátrú, stjórnarkreddum og bábiljum. Mörg verka hans voru rituð í hugmyndafræðilegum tilgangi. Fá rit hans hafa haldið nafni hans jafnkröftuglega á loft og Birtíngur, sem skrifuð var sem andsvar við löghyggju 18. aldar, einkum bjartsýnisheimspeki manna á borð við hinn þýska heimspeking Gottfried Wilhelm Leibniz og því hlutleysi sem slík heimspeki fól í sér. Samkvæmt henni er skynsamleg regla á sköpunarverkinu og vel það, því að guð hlýtur að hafa skapað hinn besta mögulega heim allra hugsanlegra heima, jafnvel þótt íbúar þessa heims komi ekki endilega alltaf auga á það. Eða eins og Altúnga, lærimeistari Birtíngs og ötull fylgismaður þessara kenninga, segir í upphafi verksins: „Maður á að segja að allt sé í allra besta lagi.“ Birtíngur er samfelld háðsádeila á þessa skoðun, þar sem prófessor Altúnga er látinn þylja heimspeki Leibniz í augljósri skopstælingu, þar á meðal frumsetningu hans um hina einhlítu ástæðu, það er að segja að hver hlutur sé til af skynsamlegri ástæðu þar sem að sérhverjum sannindum hnígi skynsamleg rök.

Halldór Laxness íslenskaði Birtíng og kom þýðing hans fyrst út árið 1945. Hún hefur síðan tvisvar sinnum verið endurútgefin af Hinu íslenska bókmenntafélagi í bókaflokknum Lærdómsrit Bókmenntafélagsins. Hafnarfjarðarleikhúsið setti árið 1996 upp leikgerð byggða á útgáfu Laxness, og Á herranótt, leikfélag Menntaskólans í Reykjavík, endurtók sama leik árið 2006.

Other Languages
বাংলা: কনদিদ
brezhoneg: Candide
Cebuano: Candide
čeština: Candide
Cymraeg: Candide
dansk: Candide
Ελληνικά: Αγαθούλης
English: Candide
español: Cándido
فارسی: کاندید
suomi: Candide
français: Candide
עברית: קנדיד
magyar: Candide
Bahasa Indonesia: Candide
italiano: Candido
한국어: 캉디드
Latina: Candide
Lingua Franca Nova: Candido
lietuvių: Kandidas
latviešu: Kandids
македонски: Кандид
മലയാളം: കാൻഡീഡ്
Nederlands: Candide
norsk: Candide
ਪੰਜਾਬੀ: ਕਾਂਦੀਦ
slovenščina: Kandid ali Optimizem
svenska: Candide
Türkçe: Candide
українська: Кандід
اردو: کاندید
中文: 憨第德