Berserkjasveppur

Berserkjasveppur
Berserkjasveppur (Amanita muscaria), nálægt Tyndrum í Skotlandi
Berserkjasveppur (Amanita muscaria),
nálægt Tyndrum í Skotlandi
Ástand stofns
Ástand stofns: Í fullu fjöri
Vísindaleg flokkun
Ríki:Svepparíki (Fungi)
Skipting:Kólfsveppir (Basidiomycota)
Flokkur:Homobasidiomycetae
Undirflokkur:Beðsveppir (Hymenomycetes)
Ættbálkur:Hattsveppir (Agaricales)
Ætt:Reifasveppsætt (Amanitaceae)
Ættkvísl:Amanita
Tegund:A. muscaria
Tvínefni
Amanita muscaria
(Linnaeus) Hook.

Berserkjasveppur (fræðiheiti: Amanita muscaria) er sveppur af ættkvísl reifasveppa. Hann hefur mjög einkennandi útlit með rauðan hatt sem hefur hvítar doppur og hvítan beinan stilk. Berserkjasveppur verður stór; hatturinn nær allt að 30 sm í þvermál. Hvítu flekkirnir á hattinum eru leifar af hvítri himnu sem þekur allan sveppinn þegar hann er mjög ungur.

Berserkjaveppur er eitraður og inniheldur nokkur geðvirk efni. Sjaldgæft er að fólk deyi af neyslu hans en jafnvel lítið magn veldur meltingartruflunum, sljóleika, skapsveiflum og ofskynjunum. Magn eiturefna í sveppnum er þó mjög mismunandi eftir stöðum og árstíma.

Íslenskt nafn sitt dregur af þeirri hugmynd að víkingar hafi étið sveppinn áður en þeir fóru í bardaga til að ganga berserksgang. Þessi sögn kemur fyrst fram í grein eftir sænska prestinn Samuel Ödmann árið 1784 þar sem hann reynir að útskýra berserki og berserksgang í anda upplýsingarinnar.[1] Engar eldri heimildir geta hins vegar um slíka notkun meðal norrænna manna og verður að teljast afar ólíklegt miðað við þekkt áhrif af neyslu hans að menn hafi verið til stórræða í orrustu eftir að hafa innbyrt berserkjasvepp.

Á Íslandi

Á Íslandi er berserkjasveppur algengastur á norðurlandi í Eyjafirði, við Ásbyrgi og Mývatn. Hann finnst þó mun víðar í birkiskógum og við fjalldrapa, meðal annars í Heiðmörk við Reykjavík og á Fljótsdalshéraði á austurlandi.

Íslenskt heiti sitt fékk sveppurinn fyrst í kennslubók Stefáns Stefánssonar, Plönturnar: kennslubók í grasafræði, sem kom fyrst út 1913 og er þar sagður vera erlendur sveppur.[2] Sveppurinn fannst raunar ekki á Íslandi að neinu ráði fyrr en undir miðja 20. öld. Sem dæmi má nefna að það þótti talsvert fréttnæmt þegar tveir slíkir fundust árið 1959, annar í Vaglaskógi en hinn við Bjarkarlund í Reykhólasveit.

Other Languages
Afrikaans: Rooihoedamaniet
asturianu: Amanita muscaria
azərbaycanca: Milçəkqıran
Boarisch: Fliangschwammal
žemaitėška: Mosmėris
беларуская: Мухамор чырвоны
беларуская (тарашкевіца)‎: Чырвоны мухамор
bosanski: Muhara
kaszëbsczi: Czerwiony mùchôrz
Deutsch: Fliegenpilz
dolnoserbski: Muchoradło
Esperanto: Muŝoamanito
euskara: Kuleto faltsu
فارسی: قارچ مگس
galego: Rebentabois
hrvatski: Muhara
hornjoserbsce: Muchorizna
Bahasa Indonesia: Amanita muscaria
한국어: 광대버섯
Bahasa Melayu: Amanita muscaria
Nederlands: Vliegenzwam
Piemontèis: Amanita muscaria
پښتو: مچ پوڅکۍ
português: Amanita muscaria
sicilianu: Amanita muscaria
srpskohrvatski / српскохрватски: Muhara
Simple English: Amanita
slovenščina: Rdeča mušnica
српски / srpski: Muhara
Türkçe: Sinek mantarı
українська: Мухомор червоний
Tiếng Việt: Amanita muscaria
中文: 毒蠅傘