Basísk kvika

Streckeisen línurit: basískt djúpberg
Díórít silla efst, Glacier National Park, Montana
Gabbró, Italia

Basísk kvika er frumstæð kvika úr möttlinum. [1]

Jarðfræði

Myndun

Möttullinn er misheitur, [2] og út af mismunanda efnismassa [3] rís efnið sums staðar og sekkur annars staðar i þessum hluta jarðar. Bergið lendur þá á svæðum þar sem sumar steindir byrja að bráðna, basíska efnið fyrst. Svo er það léttara en umhverfið og berst upp úr möttlinum. [2]

Bergbráð sem er basísk inniheldur minni kísil (SO2) en hinar tegundir og myndar basalt eða djúpbergið gabbró með kolnun. "Þegar kvika er flokkuð í súra, ísúra og basíska er fyrst og fremst litið til efnasamsetningar hennar og þá hversu kísilrík hún er." [4]Basaltkvika: <52% SiO2. [3]Þessi kvika rís í flestum tilvikum beint til yfirborðs eða stoppar stutt í jarðskorpunni í kvikuhólfi áður en hún nær yfirborði. [4]

Eldgos

Eldgos þar sem basísk kvika fer með aðalhlutverk framleiðar oftast seigfljótandi hraun og byggja upp gígar eins og gjallgígar eða eldborgir en líka dyngjur eins og Mauna Loa eldjall á Hawaii. "Alla jafna myndast lítil aska í slíkum eldgosum, þar sem kvikan inniheldur hlutfallslega lítið vatn og er mjög fljótandi og heit (1050-1250°C). Undantekningar frá þessari reglu eru tengdar utanaðkomandi vatni og óvenju háu vatnsmagni kvikunnar, en hvorutveggja hefur þau áhrif að sprengivirkni kvikunnar eykst og gjóskumyndun margfaldast." [4]

Dæmi um basísk eldgos á Íslandi eru eldgosin í Kröflu á árunum 1975-1984 [4]en líka Grímsvatnagos 2011.

"Þegar basaltísk bráð storknar fer það eftir aðstæðum hvaða bergtegund myndast; grófkristallað gabbró myndast við hæga kristöllun djúpt í jörðu, fínkornótt grágrýti ( dólerít) í grunnstæðum innskotum eða þykkum hraunum, dulkornótt basalt í hraunum á yfirborði og basaltgler ( túff) við hraðkólnun í vatni." [5]

Á Íslandi

Meginhluta íslenska bergsins er basískt storkuberg, sbr. blágrýtismyndunin [6] og 79% nútímajarðmyndunnar síðan landið byggðist. [7]

Í miðju rekbeltisins finnst tóleít og á jaðarsvæðum alkali basalt. [8]

Other Languages
Afrikaans: Mafies
العربية: صخر مافي
български: Мафичен
català: Màfic
čeština: Mafity
English: Mafic
español: Máfico
euskara: Mafiko
فارسی: مافیک
suomi: Mafinen
français: Mafique
עברית: מאפי
Bahasa Indonesia: Mafik
italiano: Femico
日本語: 苦鉄質
Nederlands: Mafisch
norsk nynorsk: Mafiske mineral
português: Máfico
Simple English: Mafic
slovenčina: Mafický
slovenščina: Mafičnost
Türkçe: Mafik
Tiếng Việt: Mafic
中文: 铁镁质