Arnold Schwarzenegger

Arnold Schwarzenegger
Chth arnold schwarzenegger.jpg

Arnold Schwarzenegger (f. 30. júlí 1947) er bandarískur stjórnmálamaður, leikari og fyrrverandi heimsmeistari í vaxtarækt. Hann er fyrrum fylkisstjóri Kaliforníu

Schwarzenegger er fæddur og uppalin í Thal í Austurríki. Aðeins 20 ára gamall var hann fyrsti maðurinn til þess að vinna vaxtarræktartitilinn Hr. Alheimur og vann hann alls 12 titla á sínum vaxtarræktarferli. Árið 1968 flutti hann til Bandaríkjanna með það markmið að slá í gegn í Hollywood og rættist úr þeim draumi hans árið 1970 þegar hann lék í kvikmyndinni Hercules in New York og reis frægðarsól hans hæst með kvikmyndinni Terminator 2: Judgement day.

Árið 1986 giftist hann fréttakonunni Maria Shriver og eiga þau saman fjögur börn.[1]

Pólitískur ferill

Árið 1983 hlaut hann bandarískan ríkisborgararétt og hefur nú bæði bandarískan og austurrískan ríkisborgararétt. Árið 2003 tilkynnti hann framboð sitt til ríkisstjóra Kalifornníu í viðtali við Jay Leno. Hann bauð sig fram fyrir hönd repúblikana en þykir þó heldur frjálslyndur af repúblikana að vera.[2] Seinna það ár vann hann öruggan sigur í kosningunum með rúmlega 48% atkvæða. Hann var endurkjörin í embætti árið 2006 og gegndi því til ársins 2011.

Hans helstu baráttumál hafa verið heilsu- og líkamsræktarmálefni, en einnig hefur hann lagt mikla áherslu á að koma fjármálum Kaliforníu á rétta braut, en þetta fjölmennasta ríki Bandaríkjanna hefur staðið frammi fyrir gríðarlegum fjárlagahalla undanfarin ár.[3]

Other Languages
azərbaycanca: Arnold Şvartsenegger
Bikol Central: Arnold Schwarzenegger
беларуская (тарашкевіца)‎: Арнольд Шварцэнэгер
客家語/Hak-kâ-ngî: Arnold Schwarzenegger
Bahasa Indonesia: Arnold Schwarzenegger
Qaraqalpaqsha: Arnold Schwarzenegger
Bahasa Melayu: Arnold Schwarzenegger
norsk nynorsk: Arnold Schwarzenegger
srpskohrvatski / српскохрватски: Arnold Schwarzenegger
Simple English: Arnold Schwarzenegger
slovenščina: Arnold Schwarzenegger
oʻzbekcha/ўзбекча: Arnold Schwarzenegger
Tiếng Việt: Arnold Schwarzenegger
Bân-lâm-gú: Arnold Schwarzenegger