Antígva og Barbúda

Antigua and Barbuda
Fáni Antígva og BarbúdaSkjaldamerki Antígva og Barbúda
FániSkjaldarmerki
Kjörorð:
Each Endeavouring, All Achieving
Þjóðsöngur:
Fair Antigua, We Salute Thee
Staðsetning Antígva og Barbúda
HöfuðborgSaint John's
Opinbert tungumálenska
Stjórnarfarþingbundin konungsstjórn

Drottning
Landstjóri
Forsætisráðherra
Elísabet 2.
Rodney Williams
Gaston Browne
Flatarmál
 - Samtals
 - Vatn (%)
195. sæti
440 km²
~0
Mannfjöldi
 - Samtals (2011)
 - Þéttleiki byggðar
203. sæti
81.799
186/km²
VLF (KMJ)
- Samtals
- á mann
áætl. 2012
1,579 millj. dala (171. sæti)
18.026 dalir (56. sæti)
VÞL (2011)Dark Green Arrow Up.svg 0.764 (60. sæti)
Gjaldmiðillausturkarabískur dalur (XCD)
TímabeltiUTC-4
Þjóðarlén.ag
Landsnúmer1-268

Antígva og Barbúda eru tveggja eyja eyríki á mörkum Karíbahafs og Atlantshafsins. Þær eru hluti af Litlu-Antillaeyjum. Nærliggjandi eyjar eru Gvadelúp í suðri, Montserrat í suðvestri, Sankti Kristófer og Nevis í vestri og Saint-Barthélemy í norðvestri. Eyjarnar tvær eru Antígva og Barbúda en auk þess tilheyra ýmsar smáeyjar landinu, eins og Redonda og Jórvíkureyja. Sumar þessara smáeyja eru í einkaeigu. Langflestir íbúanna búa á Antígva, þar af um 25 þúsund í höfuðborginni Saint John's.

Antígva og Barbúda eru fyrir miðju Hléborðseyja sem eru nyrðri hluti Litlu-Antillaeyja. Karíbar náðu eyjunum af Aravökum um 1100. Þeir dóu út í kjölfar landnáms Evrópumanna á 17. öld vegna sjúkdóma og harðræðis. Bretar stofnuðu þar sykurplantekrur og fluttu inn þræla frá Vestur-Afríku. Þrælahald var lagt af árið 1834. Afkomendur þrælanna eru meira en 90% íbúa eyjanna. Þrír fjórðu eru kristnir, þar af tæp 45% í ensku biskupakirkjunni. Enska er opinbert tungumál en flestir tala hléborðsensku, sem er kreólamál byggt á ensku með tökuorð úr Afríkumálum.

Antígva og Barbúda eru viðkvæmar fyrir náttúruhamförum eins og fellibyljum sem hafa valdið miklu tjóni frá 1995. Skortur á vatnsbólum takmarkar þróun landbúnaðar. Ferðaþjónusta er aðalatvinnugreinin á eyjunum. Hún stendur undir helmingi allra starfa og 60% af vergri landsframleiðslu.

 • stjórnsýsluskipting
 • saga

Stjórnsýsluskipting

Antígva og Barbúda skiptist í sex sóknir og tvö yfirráðasvæði:

Sóknir á Antígva

Sóknir (á Antígva):

 1. Saint George
 2. Saint John
 3. Saint Mary
 4. Saint Paul
 5. Saint Peter
 6. Saint Philip

Yfirráðasvæði:

 1. Barbúda
 2. Redonda
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist

Skjaldarmerki

Fáni- Fánann hannaði Reginald Sammuel árið 1966. Gul sjö geisla sólin táknar nýja tíma. Rauður táknar blóð þrælana og kraft íbúanna. Blár táknar von. Svartur táknar jarðveg og vísar til Afríku. Gult, blátt og hvítt vísar einnig til stærstu ferðamannastaðanna- sól, sjór og sandur. Bókstafurinn V sem sjá má út úr fánanum stendur fyrir Victoria.

Skjaldarmerki- Skjaldarmerkið hannaði Gordon Christopher. Táknmál þess er allt annað en fánans.

 • Ananas - hinn frægi svarti ananas frá Antígva.
 • Hibiscus - táknar náttúruna (blómin).
 • Gult, sól og haföldur- haf, sól og strönd.
 • Sykurmylla - sykurframleiðsla ( áður grunnur að hagkerfi Antígvu ).
 • Hnífur með gulum blómum - fyrrum skjaldarmerki Antígvu og Hléborðseyja.
 • Tvö hjartardýr - einu stóru dýrin sem til eru á eyjunum.

Neðarlega á skjaldarmerkinu er borði með einkunnarorði Antígvu - Each Endeavouring, All Achieving ( Hver og einn reynir, allir ná ).

Other Languages
Alemannisch: Antigua und Barbuda
azərbaycanca: Antiqua və Barbuda
žemaitėška: Antėgva ė Barbuda
Bikol Central: Antigwa asin Barbuda
беларуская: Антыгуа і Барбуда
беларуская (тарашкевіца)‎: Антыгуа і Барбуда
বিষ্ণুপ্রিয়া মণিপুরী: এন্টিগুয়া বারো বার্বুডা
Chavacano de Zamboanga: Antigua y Barbuda
Mìng-dĕ̤ng-ngṳ̄: Antigua gâe̤ng Barbuda
qırımtatarca: Antigua ve Barbuda
dolnoserbski: Antigua a Barbuda
estremeñu: Antígua i Barbua
Avañe'ẽ: Antigua ha Barbuda
गोंयची कोंकणी / Gõychi Konknni: अँटिगा आणि बार्बुडा
客家語/Hak-kâ-ngî: Antigua lâu Barbuda
hornjoserbsce: Antigua a Barbuda
Kreyòl ayisyen: Antigwa ak Babouda
interlingua: Antigua e Barbuda
Bahasa Indonesia: Antigua dan Barbuda
Interlingue: Antigua e Barbuda
Qaraqalpaqsha: Antigua ha'm Barbuda
Lëtzebuergesch: Antigua a Barbuda
Lingua Franca Nova: Antigua e Barbuda
Minangkabau: Antigua jo Barbuda
македонски: Антигва и Барбуда
Bahasa Melayu: Antigua dan Barbuda
Dorerin Naoero: Antigua me Barbuda
Plattdüütsch: Antigua un Barbuda
Nederlands: Antigua en Barbuda
norsk nynorsk: Antigua og Barbuda
Livvinkarjala: Antigua-Barbuda
Kapampangan: Antigua at Barbuda
Papiamentu: Antigua y Barbuda
Norfuk / Pitkern: Antigua a' Barbuda
Piemontèis: Antigua e Barbuda
português: Antígua e Barbuda
armãneashti: Antigua și Barbuda
русиньскый: Антіґуа і Барбуда
Kinyarwanda: Antigwa na Baribuda
संस्कृतम्: अण्टीग्वा
davvisámegiella: Antigua ja Barbuda
srpskohrvatski / српскохрватски: Antigva i Barbuda
Simple English: Antigua and Barbuda
slovenčina: Antigua a Barbuda
slovenščina: Antigva in Barbuda
Gagana Samoa: Antigua ma Barbuda
српски / srpski: Антигва и Барбуда
татарча/tatarça: Антигуа һәм Барбуда
ئۇيغۇرچە / Uyghurche: ئانتىگۇئا ۋە باربۇدا
українська: Антигуа і Барбуда
oʻzbekcha/ўзбекча: Antigua va Barbuda
vepsän kel’: Antigua da Barbud
Tiếng Việt: Antigua và Barbuda
Bân-lâm-gú: Antigua kap Barbuda