Almenningur (hugverk)

Klippiverkið Sjöundi dagur í Paradís er í almenningi ásamt öðrum verkum Muggs þar sem hann lést fyrir meira en 70 árum (1924).

Almenningur er í hugverkarétti safn þeirra verka, uppfinninga eða vörumerkja sem einkaréttur gildir ekki lengur um þar sem tímalengd réttarins er liðin eða þau uppfylla ekki lengur skilyrði fyrir vernd í skilningi laganna. Oftast þýðir þetta einfaldlega að ekki gilda lengur nein skilyrði hugverkaréttar fyrir notkun verkanna, en þó tíðkast í löggjöf sumra landa að setja skilyrði um verk í almenningi og skapa þar með eins konar eilífan höfundarétt. Þetta er til dæmis gert með ákvæðum um ríkishöfundarétt, menningarvernd og eilífan sæmdarrétt. Í sumum löndum er til kerfi þar sem borga þarf fyrir hagnýtingu verka í almenningi; svokallað domaine public payant-kerfi. Eilífur hugverkaréttur getur líka verið búinn til með sérlögum eins og í íslenskum lögum um þjóðsönginn.

Í Bandaríkjunum gildir að verk unnin af starfsmönnum stofnanna alríkisstjórnarinnar eru sjálfkrafa í almenningi. Til dæmis gerist það að ef höfundaréttarvarinn texti verður hluti af lögum þá verður hann um leið hluti af almenningnum.

Algengt hefur verið að skilgreina almenninginn út frá höfundarétti, sem þau verk sem ekki njóta lengur höfundaréttarverndar. En almenningurinn telur í reynd líka verk sem aldrei hafa verið varin höfundarétti. Þetta á til dæmis við um alþýðumenningu (þjóðlög, þjóðkvæði, þjóðsögur o.s.frv.) Alþýðuleg hversdagsmenning (eins og brandarar, klámvísur, tækifærissögur, graff o.s.frv.) nýtur að jafnaði ekki heldur verndar höfundaréttar og tilheyrir því almenningi. Það er því líka hægt að skilgreina það safn hugverka sem nýtur verndar hugverkaréttar sem sértilvik innan menningar sem annars er í almenningi.

  • tengt efni

Tengt efni

Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur sem ekki hefur verið settur í undirflokk. Þú getur hjálpað til með því að , eða með því að flokka hana betur.
Other Languages
Afrikaans: Publieke domein
Alemannisch: Gemeinfreiheit
العربية: ملكية عامة
asturianu: Dominiu públicu
azərbaycanca: İctimai mülkiyyət
Boarisch: Gmoafreiheit
беларуская: Грамадскі набытак
беларуская (тарашкевіца)‎: Грамадзкі набытак
čeština: Volné dílo
Zazaki: Malê şari
Ελληνικά: Κοινό κτήμα
English: Public domain
Esperanto: Publika havaĵo
føroyskt: Almenn ogn
ગુજરાતી: પબ્લિક ડોમેન
magyar: Közkincs
interlingua: Dominio public
Bahasa Indonesia: Ranah umum
Basa Jawa: Domain umum
Lëtzebuergesch: Domaine public
Limburgs: Publiek domein
македонски: Јавна сопственост
മലയാളം: പൊതുസഞ്ചയം
Bahasa Melayu: Domain awam
Nedersaksies: Pebliek domein
Nederlands: Publiek domein
norsk nynorsk: Offentleg eigedom
português: Domínio público
română: Domeniul public
srpskohrvatski / српскохрватски: Javno vlasništvo
Simple English: Public domain
slovenčina: Public domain
slovenščina: Javna last
српски / srpski: Јавно власништво
svenska: Public domain
తెలుగు: Public domain
Türkçe: Kamu malı
удмурт: Мер ваньбур
Tiếng Việt: Phạm vi công cộng
Yorùbá: Ohun ìgboro
中文: 公有领域
粵語: 公家領域