Albus Dumbledore

Prófessor Albus Percival Wulfric Brian Dumbledore er persóna úr bókunum um Harry Potter eftir J.K. Rowling. Hann er skólameistari Hogwarts, skóla galdra og seiða. Nafnið Albus kemur úr latínu og þýðir hvítur en Percival var einn af riddurunum við hringborðið. Dumbledore er gamalt enskt orð yfir býflugu enda segist J.K. Rowling höfundur bókanna ímynda sér að hann gangi um kastalann hummandi við sjálfan sig. Skopskyn og viska eru áberandi eiginleikar í lýsingum á Dumbledore.

Hann gerði hluti með sprota sem ég hef aldrei séð áður
 
— – Griselda Marchbanks (Fönixreglan, kafli 31)

Útlit og klæðnaður

Dumbledore er hár og grannur og með langt bogið nef, sem lítur út fyrir að hafa brotnað a.m.k. einu sinni. Hann gengur með hálfmánalöguð gleraugu og er með svo langt silfurlitað skegg, sem einu sinni var rauðbrúnt, að hann bregður því oft undir beltið. Hann er líka með ör fyrir ofan vinstra hnéð sem er fullkomið kort af lestarkerfi Lundúna. Augu hans eru blikandi og blá og góðlátleg.

Dumbledore er oftast klæddur fjólublárri skikkju, háum skóm með sylgjum og með stóran galdrahatt sem hann skiptir stundum út fyrir eyrnaskjól.

Other Languages
asturianu: Albus Dumbledore
azərbaycanca: Albus Dambldor
žemaitėška: Albs Dumblduors
беларуская: Альбус Дамблдар
български: Албус Дъмбълдор
brezhoneg: Albus Dumbledore
čeština: Albus Brumbál
Esperanto: Albus Dumbledore
français: Albus Dumbledore
interlingua: Albus Dumbledore
Bahasa Indonesia: Albus Dumbledore
italiano: Albus Silente
Basa Jawa: Albus Dumbledore
lietuvių: Albas Dumbldoras
latviešu: Baltuss Dumidors
македонски: Албус Дамблдор
Bahasa Melayu: Albus Dumbledore
Nederlands: Albus Perkamentus
norsk nynorsk: Albus Humlesnurr
português: Albus Dumbledore
srpskohrvatski / српскохрватски: Albus Dumbledore
Simple English: Albus Dumbledore
slovenčina: Albus Dumbledore
slovenščina: Albus Dumbledore
српски / srpski: Албус Дамблдор
татарча/tatarça: Альбус Дамблдор
українська: Албус Дамблдор
oʻzbekcha/ўзбекча: Albus Dumbledore
Tiếng Việt: Albus Dumbledore